Óttast heittrúaðan forseta Guðjón Helgason skrifar 29. apríl 2007 18:45 Mörg hundruð þúsund Tyrkir tóku komu saman í miðborg Istanbúls í dag til að sýna stuðning við veraldlega stjórnarhætti í landinu. Margir Tyrkir óttast að heittrúaður múslimi verði valinn forseti og vilja allt gera til að koma í veg fyrir það. Fjölmenni var í miðborg Istanbúl í dag. Vildu þeir sem þar voru komnir leggja áherslu á mikilvægi þess að stjórnmálum yrði haldið frá trúarbrögðum og trúmálum. Forsetinn er sameiningartákn tyrknesku þjóðarinnar en að mestu valdalítill. Hann getur þó neitað að samþykkja lög og vísað þeim til þjóðarinnar. Hann skipar dómara og ýmsa háttsetta embættismenn og er æðsti yfirmaður tyrkneska hersins. Þingið velur forseta. Aðeins má gegna embættinu í eitt kjörtímabil sem er sjö ár. Frambjóðandi þarf tvo þriðju atkvæða til að hreppa hnossið en gangi það ekki eftir þegar kosið hefur verið tvisvar þarf aðeins einfaldan meirihluta í þriðju atkvæðagreiðslu. Gangi það ekki eftir þarf að kjósa í fjórða sinn og ef enn fæst ekki niðurstaða þarf að boða til þingkosninga. Hinn umdeildi Abdullah Gul, untanríkisráðherra, er frambjóðandi stjórnarflokks Erdogans forsætisráðherra en flokkurinn höfðar mjög til trúrækina múslima í Tyrklandi. Stjórnmálaskýrendur segja Gul í sterkum tengslum við trú sína og benda á að ef hann verði fyrir valinu verði kona hans fyrsta forsetafrú Tyrklands til að ganga með hefðbundna slæðu múslimakvenna. Gul var nærri því að fá tilskilin fjölda atkvæða á föstudaginn og aftur verður kosið eftir helgi. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni og vill að þegar verði boðað til þingkosninga. Stjórnlagadómstóll er með þá kröfu til meðferðar og tekur afstöðu í vikunni. Forvígismenn atvinnulífsins í Tyrklandi tóku í dag undir kröfu stjórnarandstöðunnar og vilja nýjar kosningar. Óttinn meðal þeirra og annarra Tyrkja er að herinn grípi í taumana til að koma í veg fyrir að veraldlegt stjórnkerfi landsins blandist trúarbrögðum. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Mörg hundruð þúsund Tyrkir tóku komu saman í miðborg Istanbúls í dag til að sýna stuðning við veraldlega stjórnarhætti í landinu. Margir Tyrkir óttast að heittrúaður múslimi verði valinn forseti og vilja allt gera til að koma í veg fyrir það. Fjölmenni var í miðborg Istanbúl í dag. Vildu þeir sem þar voru komnir leggja áherslu á mikilvægi þess að stjórnmálum yrði haldið frá trúarbrögðum og trúmálum. Forsetinn er sameiningartákn tyrknesku þjóðarinnar en að mestu valdalítill. Hann getur þó neitað að samþykkja lög og vísað þeim til þjóðarinnar. Hann skipar dómara og ýmsa háttsetta embættismenn og er æðsti yfirmaður tyrkneska hersins. Þingið velur forseta. Aðeins má gegna embættinu í eitt kjörtímabil sem er sjö ár. Frambjóðandi þarf tvo þriðju atkvæða til að hreppa hnossið en gangi það ekki eftir þegar kosið hefur verið tvisvar þarf aðeins einfaldan meirihluta í þriðju atkvæðagreiðslu. Gangi það ekki eftir þarf að kjósa í fjórða sinn og ef enn fæst ekki niðurstaða þarf að boða til þingkosninga. Hinn umdeildi Abdullah Gul, untanríkisráðherra, er frambjóðandi stjórnarflokks Erdogans forsætisráðherra en flokkurinn höfðar mjög til trúrækina múslima í Tyrklandi. Stjórnmálaskýrendur segja Gul í sterkum tengslum við trú sína og benda á að ef hann verði fyrir valinu verði kona hans fyrsta forsetafrú Tyrklands til að ganga með hefðbundna slæðu múslimakvenna. Gul var nærri því að fá tilskilin fjölda atkvæða á föstudaginn og aftur verður kosið eftir helgi. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni og vill að þegar verði boðað til þingkosninga. Stjórnlagadómstóll er með þá kröfu til meðferðar og tekur afstöðu í vikunni. Forvígismenn atvinnulífsins í Tyrklandi tóku í dag undir kröfu stjórnarandstöðunnar og vilja nýjar kosningar. Óttinn meðal þeirra og annarra Tyrkja er að herinn grípi í taumana til að koma í veg fyrir að veraldlegt stjórnkerfi landsins blandist trúarbrögðum.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira