Innlent

Hitamet slegin á Norðurlandi

Hitamet var slegið í Ásbyrgi í dag þegar hitinn mældist tuttugu og tvær komma sex gráður. Aldrei áður hefur hiti mælst svo hár í þessum mánuði. Aprílmetið var tuttugu og ein komma átta gráður sem mældust á Sauðanesi í apríl 2003.

Og það var heldur enginn kalsi á Akureyri en þar var rösklega þrítugt hitamet slegið þegar hitinn komst í tuttugu og eina komma fimm gráður. Gamla aprílmetið var tæpar tuttugu gráður.

Myndatökumaður okkar á Akureyri fór á stúfana í dag þar sem fólk naut þessarar einmunablíðu, svamlaði í lauginni og spókaði sig í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×