Innlent

Skíðasvæði á Akureyri og Siglufirði opin

Frá Hlíðarfjalli á föstudaginn langa.
Frá Hlíðarfjalli á föstudaginn langa.

Hlíðarfjall á Akureyri er opið í dag til klukkan þrjú. Þar er sannkallað sumarveður og skíðafæri eftir því, blautt og þungt. Sérstaklega neðarlega í fjallinu. Fólki er bent á að taka með sér sólaráburð því sólin er sérstaklega sterk í snjónum. Forráðamenn fjallsins gera ráð fyrir því að þetta sé síðasta opnunarhelgi vetrarins.

Skíðasvæði Siglfirðinga er einnig opið í dag frá klukkan eitt til fimm. Þar er frábært vorveður og 16 stiga hiti. Reiknað er með að skíðasvæðið verði opið aftur næstu helgi, en óvíst með framhaldið eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×