Innlent

Ríkisborgararéttur tengdadóttur ráðherra er skandall

Tengdadóttir umhverfisráðherra fékk ríkisborgararétt á undanþágu vegna þess að hún tengist framsóknarráðherrafjölskyldu og það er léttur skandall. Þetta er skoðun Össurar Skarphéðinssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, sem vill að málið verði skoðað.

Mál unnustu sonar Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra var rætt í Silfri Egils í dag. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sagði málið greinilega storm í vatnsglasi.

Ef myndbrotið er spilað má sjá brot úr Silfri Egils þar sem þetta kom fram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×