Erlent

Bastilludagurinn haldinn hátíðlegur í dag

Franskar orrustuþotur fljúga yfir Champs Elysees í dag.
Franskar orrustuþotur fljúga yfir Champs Elysees í dag. MYND/AFP

Frakkar halda nú upp á þjóðhátíðardag sinn, Bastilludaginn. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, breytti út af vananum og leyfði hermönnum frá öllum löndum Evrópusambandsins að taka þátt í skrúðgöngu hersins.

Tilkynnt var um breytinguna stuttu eftir að Sarkozy tók við embætti en henni er ætlað að sýna fram á skuldbindingu Frakka gagnvart Evrópusambandinu.

Það var ekki það eina sem Sarkozy breytti heldur ákvað hann að vera ekki með ávarp til þjóðarinnar í sjónvarpi og síðan hætti hann við að náða fanga, sem venjan var. Sarkozy sagðist ekki geta hugsað sér að nota völd forsetans til þess að leysa vandamál fangelsisyfirvalda í landinu en fangelsi í Frakklandi eru yfirfull.

Bastilludagurinn er svokallaður til þess að minnast þess þegar áhlaup var gert á Bastilluna, sem var fangelsi á þeim tíma. Það er jafnan talið marka upphaf frönsku byltingunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×