Vináttan sem sprakk 27. júlí 2007 04:30 Bubbi og Megas syngja saman á tónleikum 17. júní 1985. Töluverð umræða hefur verið uppi um lagið „(Minnst tíu miljón) Flóabitanótt" sem er að finna á nýjustu plötu Megasar, Frágangur. Hefur því verið haldið fram að í laginu sé Megas að skjóta föstum skotum að Bubba Morthens, sem Megas hefur reyndar sjálfur harðneitað í útvarpsviðtali. Einnig hefur því verið fleygt að lagið „Gott er að elska" sé einhvers konar vísun í hið vinsæla lag Bubba, „Það er gott að elska", sem kom út á plötunni Lífið er ljúft árið 1993. Meistari Megas hefur gefið út nýja plötu sem nefnist Frágangur. Vináttusambandið sprakk „Mér þykja þessi lög mjög forvitnileg, sérstaklega í ljósi þess að Megas og Bubbi hafa átt eitt merkilegasta vináttusamband íslenskrar rokksögu. Bubbi dró Megas í sviðsljósið og Megas kenndi Bubba að yrkja. Síðan sprakk vináttusambandið í loft upp en enginn veit af hverju," segir útvarpsmaðurinn Freyr Eyjólfsson, sem er mikill Megasaraðdáandi. Hann er hæstánægður með nýjustu plötu meistarans, sem er hans fyrsta með nýju efni í sex ár. „Mér finnst hún alveg frábær. Ég segi það hiklaust að þessi plata er ein af fimm bestu Megasarplötunum." Fjölmargar gróusögur Bubbi og Megas störfuðu mikið saman á níunda áratugnum og gáfu meðal annars út plötuna Bláir draumar. Auk þess sungu þeir saman lagið Fatlafól við miklar vinsældir íslensku þjóðarinnar. Eitthvað slettist upp á vinskap þeirra nokkrum árum síðar og hafa sögurnar í kringum það verið eins misjafnar og þær eru margar. Ein er sú að þegar Bubbi og Megas voru að spila saman á tónleikum í Austurbæjarbíói fundust fíkniefni á svæðinu og lentu þeir í rimmu í kjölfarið. Önnur er sú að Megas átti að hafa verið að skoða bækur í bókabúð nokkurri þegar Bubbi sá hann og kom til að heilsa honum. Strunsaði Megas þá út og vildi ekkert með vinskap Bubba hafa. Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Töluverð umræða hefur verið uppi um lagið „(Minnst tíu miljón) Flóabitanótt" sem er að finna á nýjustu plötu Megasar, Frágangur. Hefur því verið haldið fram að í laginu sé Megas að skjóta föstum skotum að Bubba Morthens, sem Megas hefur reyndar sjálfur harðneitað í útvarpsviðtali. Einnig hefur því verið fleygt að lagið „Gott er að elska" sé einhvers konar vísun í hið vinsæla lag Bubba, „Það er gott að elska", sem kom út á plötunni Lífið er ljúft árið 1993. Meistari Megas hefur gefið út nýja plötu sem nefnist Frágangur. Vináttusambandið sprakk „Mér þykja þessi lög mjög forvitnileg, sérstaklega í ljósi þess að Megas og Bubbi hafa átt eitt merkilegasta vináttusamband íslenskrar rokksögu. Bubbi dró Megas í sviðsljósið og Megas kenndi Bubba að yrkja. Síðan sprakk vináttusambandið í loft upp en enginn veit af hverju," segir útvarpsmaðurinn Freyr Eyjólfsson, sem er mikill Megasaraðdáandi. Hann er hæstánægður með nýjustu plötu meistarans, sem er hans fyrsta með nýju efni í sex ár. „Mér finnst hún alveg frábær. Ég segi það hiklaust að þessi plata er ein af fimm bestu Megasarplötunum." Fjölmargar gróusögur Bubbi og Megas störfuðu mikið saman á níunda áratugnum og gáfu meðal annars út plötuna Bláir draumar. Auk þess sungu þeir saman lagið Fatlafól við miklar vinsældir íslensku þjóðarinnar. Eitthvað slettist upp á vinskap þeirra nokkrum árum síðar og hafa sögurnar í kringum það verið eins misjafnar og þær eru margar. Ein er sú að þegar Bubbi og Megas voru að spila saman á tónleikum í Austurbæjarbíói fundust fíkniefni á svæðinu og lentu þeir í rimmu í kjölfarið. Önnur er sú að Megas átti að hafa verið að skoða bækur í bókabúð nokkurri þegar Bubbi sá hann og kom til að heilsa honum. Strunsaði Megas þá út og vildi ekkert með vinskap Bubba hafa.
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira