Viðskipti innlent

Söluaukning hjá Símanum

Hagnaður Skipta, móðurfélags Símans og tengdra félaga, nam rúmum 2,4 milljörðum króna á fyrri helmingi árs. Sala fyrirtækisins jókst um rétt tæpan þriðjung sé miðað við sama tímabil í fyrra.



Skipti töpuðu 6,4 milljörðum króna fyrstu sex mánuði ársins 2006. Fram kemur í tilkynningu að viðsnúningurinn skýrist að mestu leyti af gengisþróun. Hluti skulda Símans sé í erlendri mynt og hafi styrking krónunnar skilað félaginu tæplega tveggja milljarða króna hagnaði.

" Afkoma samstæðunnar er mjög góð hvort sem horft er til starfseminnar í fjarskiptum eða upplýsingatækni. Skipti hefur á fyrstu sex mánuðum þessa árs fylgt eftir stefnu sinni að efla starfsemina í upplýsingatæknigeiranum og hafa kaup félagsins á Sensa og Sirius IT mepal annars borið þess vitni", sagði Brynjólfur Bjarnason forstjóri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×