Mótmæla uppbyggingu Kjalvegar 9. febrúar 2007 10:58 Kjalvegur. Bláfellsháls og Kerlingafjöll. MYND/GVA Ferðaklúbburinn 4x4 mótmælir áformum Norðurvegs ehf. um uppbyggingu Kjalvegar. Í tilkyningu frá klúbbnum er bent á að uppbyggður og malbikaður Kjalvegur geti verið afar varasamur vegna veðurfarsaðstæðna. Stjórn Ferðafélags Íslands leggst einnig alfarið gegn hugmyndum um umræddan veg. Í ályktun frá félaginu segir að framkvæmdin muni stórspilla óbyggðum hálendisins. Til viðmiðunar er bent á reynslu af Kvíslaveituvegi og syðsta hluta Sprengisandsvegar sem svipi til aðstæðna á Kjalvegi. Á hluta þeirra vega er algengt að sé flughált auk þess sem vindhæð magnist og stormur og rok verði meira ríkjandi. "Því getur Kjalvegur sem samgönguleið verið mjög varasamur að vetrarlagi." Áform Norðurvegs ehf. eru að bæta aðgengi að hálendinu fyrir almenning með einkaframkvæmd og stytta þannig leiðina milli Norður- og Suðurlands um 50-100 km. Kostnaður er áætlaður um 4.2 milljarðar króna og veggjald verður tvö þúsund krónur á ferð fyrir fólksbíl, en átta þúsund fyrir þungaflutninga. Þannig geti framkvæmdin borgað sig upp á 16-18 árum. Í skoðanakönnun á vefsíðu Ferðaklúbbsins 4x4 voru 86 prósent ósáttir við uppbyggða hálendisvegi með veggjöldum. Ferðaklúbburinn bendir á að Kjalvegur er fær fólksbílum að sumarlagi. Stytting vegarins milli norðurlands og þéttbýlis á Suðurlandi megi fá með lagfæringum á Þjóðvegi 1. Þá mótmælir Ferðaklúbburinn sjón- og hávaðamengun sem framkvæmdirnar hafa í för með sér. Vegur af þessari gerð svipti hálendið sérkennum og öræfamenningu sem ferðamenn sækjast eftir. "Kjölur verður aldrei samur eftir að slík framkvæmd hefur verið heimiluð." Fréttir Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Ferðaklúbburinn 4x4 mótmælir áformum Norðurvegs ehf. um uppbyggingu Kjalvegar. Í tilkyningu frá klúbbnum er bent á að uppbyggður og malbikaður Kjalvegur geti verið afar varasamur vegna veðurfarsaðstæðna. Stjórn Ferðafélags Íslands leggst einnig alfarið gegn hugmyndum um umræddan veg. Í ályktun frá félaginu segir að framkvæmdin muni stórspilla óbyggðum hálendisins. Til viðmiðunar er bent á reynslu af Kvíslaveituvegi og syðsta hluta Sprengisandsvegar sem svipi til aðstæðna á Kjalvegi. Á hluta þeirra vega er algengt að sé flughált auk þess sem vindhæð magnist og stormur og rok verði meira ríkjandi. "Því getur Kjalvegur sem samgönguleið verið mjög varasamur að vetrarlagi." Áform Norðurvegs ehf. eru að bæta aðgengi að hálendinu fyrir almenning með einkaframkvæmd og stytta þannig leiðina milli Norður- og Suðurlands um 50-100 km. Kostnaður er áætlaður um 4.2 milljarðar króna og veggjald verður tvö þúsund krónur á ferð fyrir fólksbíl, en átta þúsund fyrir þungaflutninga. Þannig geti framkvæmdin borgað sig upp á 16-18 árum. Í skoðanakönnun á vefsíðu Ferðaklúbbsins 4x4 voru 86 prósent ósáttir við uppbyggða hálendisvegi með veggjöldum. Ferðaklúbburinn bendir á að Kjalvegur er fær fólksbílum að sumarlagi. Stytting vegarins milli norðurlands og þéttbýlis á Suðurlandi megi fá með lagfæringum á Þjóðvegi 1. Þá mótmælir Ferðaklúbburinn sjón- og hávaðamengun sem framkvæmdirnar hafa í för með sér. Vegur af þessari gerð svipti hálendið sérkennum og öræfamenningu sem ferðamenn sækjast eftir. "Kjölur verður aldrei samur eftir að slík framkvæmd hefur verið heimiluð."
Fréttir Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira