Innlent

Máli olíuforstjóranna vísað frá dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli ákæruvaldsins gegn olíuforstjórunum þremur í samráðsmálinu. Frávísun Héraðsdóms er óvanalega harðorð en samkvæmt henni er verknaðarlýsing óljós og því erfitt að verjast ákæru.

Þá endurspegli misræmi í ákæru hvað samkeppnislögin séu almennt óljós hvað varðar hverjir geti borið refsiábyrgð á ólögmætu samráði. Þá segir ennfremur svo fátt eitt sé talið að eins og saksókn sé háttað í málinu sé um svo hróplega mismunum að ræða í ljósi stjórnsýslulaga og jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, að ekki verði við unað því engin rök séu fyrir því eða neitt sem skýrt geti á haldbæran hátt afhverju forstjórnarnir einir séu ákærðir. Ákæruvaldið hyggst áfrýja niðurstöðunni til Hæstaréttar.

Kristinn Björnsson segir dóminn fagnaðarefni, málið hafi verið erfitt gagnvart honum sjálfum og öllum starfsmönnum með réttarstöðu grunaðra en meðferð málsins hafi staðið yfir í rúm sex ár. Það sé þó of snemmt að fagna fullum sigri þar sem niðurstöðunni verði áfrýjað. Sakarkostnaður, tæpar tíu milljónir, þar með talin málsvarnarlaun verjenda, fellur á Ríkissjóð samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms í dag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×