Erlent

Stuðningsmenn Gore undirbúa forsetaframboð

Al Gore segist þrátt fyrir þetta ekki ætla að bjóða sig fram. Hann hefur þó leyft stuðningsmönnum sínum að safna fé fyrir hugsanlega kosningabaráttu.
Al Gore segist þrátt fyrir þetta ekki ætla að bjóða sig fram. Hann hefur þó leyft stuðningsmönnum sínum að safna fé fyrir hugsanlega kosningabaráttu. MYND/AP
Stuðningsmenn Al Gore vinna nú hljóðlega að því að undirbúa hugsanlegt framboð hans til forseta Bandaríkjanna. Gore segist þó sjálfur ekki ætla að bjóða sig fram.

Fyrrum starfsfólk Gore hefur þó verið að funda undanfarið og hefur það vakið athygli fjölmiðla í Bandaríkjunum. Þau bentu líka á það að hann sé tilnefndur til Nóbelsverðlauna og hafi unnið Óskarsverðlaun.

Doug Hattaway, talsmaður framboð hans árið 2000, sagði að Gore gæti vissulega blandað sér í baráttuna á næsta ári. Gore fær um tíu prósenta stuðning í könnunum víða um Bandaríkin og er í fjórða sæti yfir þá sem fólk vill sjá sem forseta Bandaríkjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×