Innlent

Óttaðist um líf sitt vegna umferðar

Gissur Sigurðsson skrifar

Vegfarandi, sem bjargaði lífi liðlega tvítugrar konu, þar sem hún sat föst í bílflaki sínu eftir árekstur, segist sjálfur hafa verið farinn að óttast um líf sitt vegna skeytingaleysis annarra vegfarenda, sem óku hjá á fullri ferð.

Atvikið varð á þrengslavegi 17. mars síðastliðinn í fljúgandi hálku og frosti. Þegar bjargvættinn, Þráinn Bjarnason Farestsveit, bar að og kom Valgerði Erlu Óskarsdóttur til hjálpar í bílflakinu, drundi umferðið á fullri ferð, nánast yfir höfðum þeirra og ekkert mátti út af bera. Tilefnið af þessari upprifjun er að þau þráinn og Valgerður voru að hittast í fyrsta sinn eftir slysið, eftir að Valgerður lýsti eftir bjargvætti sínum í viðtali hér á Stöð tvö nýverið og þráinn vill nota tækifærið til að hvetja ökumenn til að sýna samborgurum sínum hjálpsemi og tillitssemi á vetvangi slysa á vegum úti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×