Innlent

Unglingapartý í Hafnarfirði leyst upp

Lögreglumenn handtóku tvær fimmtán ára stúlkur eftir að þær réðust á lögregluþjóna við skyldustörf í Hafnarfirði í nótt. Lögreglan hafði verið kölluð að húsi þar sem mikið fjölmenni var í unglingapartíi, sem olli nágrönnum ónæði. Húsráðandi reyndist vera 15 ára stúlka, sem umsvifalaust sló lögreglumann.

Hún var þá færð í lögreglubíl en margir gestanna gerðu aðsúg að bílnum, meðal annars með eggjakasti. Hin stúlkan sló svo lögreglumann, sem var að reyna að skakka leikinn. Lögreglumenn leystu samkvæmið þá upp og lokuðu húsinu, en stúlkurnar eru enn í vörslu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×