Erlent

44 bílar skemmdust í eldsvoða í Sviss

44 bílar skemmdust í gríðarmiklum eldsvoða á einni stærstu tónlistarhátíð Sviss í dag. Lögregla þar í landi skýrði frá þessu. Hún er enn að rannsaka upptök eldsins og íkveikja hefur ekki verið útilokuð. Fimm slökkviliðsmenn slösuðust lítillega í baráttu sinni við logana.

Um 35 þúsund manns voru á þriggja daga Frauenfeld tónlistarhátíðinni en breska hljómsveitin The Prodigy var stærsta bandið sem þar spilar. Bílunum var lagt um tvo kílómetra frá svæðinu þar sem tónleikarnir fóru fram. Gríðarlega heitt var í veðri og grasið á svæðinu þar sem bílunum var lagt var mjög þurrt. Eldurinn hafði engin áhrif á tónleikahaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×