Innlent

Fjórir mótmælendur í haldi lögreglu eftir mótmæli á Snorrabraut í kvöld

MYND/Sigurjón

Fjórir mótmælendur eru í haldi lögreglunnar eftir mótmæli hópsins Saving Iceland á Snorrabrautinni í dag og kvöld. Hópurinn lagði af stað frá Perlunni klukkan fimm í mótmælagöngu sína og lá leið þeirra niður í miðbæ. Hann hafði ekki fengið leyfi fyrir göngunni og gangan hafði truflandi áhrif á gangandi vegfarendur og ökumenn.

Þegar lögreglan hugðist handtaka bílstjóra bílsins sem fór fyrir göngunni þá æstust leikar og bílstjórinn og þrír til viðbótar voru þá handteknir. Lögreglubíll skemmdist töluvert í æsingnum þegar að einn mótmælenda reyndi að rífa upp hurð bílsins.

Bæði Íslendingar og útlendingar voru á meðal þeirra sem handteknir voru og verða skýrslur teknar af þeim í kvöld. Lögregla býst við því að þeim verði sleppt að skýrslutöku lokinni. Þeir eiga yfir höfði sér ákærur fyrir skemmdarverk og að hindra lögregluþjóna við störf sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×