Innlent

Mýs eða kartöflur? - skorið úr um það í Íslandi í dag í kvöld

Á þessari mynd má sjá tvo hluti á gólfinu fyrir aftan Sölva Tryggvason.
Á þessari mynd má sjá tvo hluti á gólfinu fyrir aftan Sölva Tryggvason. MYND/Stöð 2

Nokkur umræða hefur skapast um það á bloggsíðum landsins í dag hvort tvær mýs hafi skotist yfir gólfið í verslun Bónuss í Holtagörðum í úttekt Íslands í dag á matvöruverði á landinu á Stöð 2 í gærkvöld. Tveir litlir hlutir sjást í innslaginu skjótast yfir gólfið þar sem Sölvi Tryggvason, fréttamaður Íslands í dag, er að fara yfir verð á tiltekinni kextegund.

Fréttastofa hefur fengið fjölmargar símhringingar vegna þessa frá forvitnum áhorfendum sem vilja fá úr því skorið hvort þarna hafi verið mýs á ferð. Öllum tækjum og tólum fréttastofunnar hefur verið beitt til að komast að niðurstöðu í málinu og verður greint frá því í Íslandi í dag hvort um er að ræða mýs eða kartöflur eins og einhverjir hafa haldið fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×