Jafnt hjá Celtic og Milan

Glasgow Celtic og AC Milan skildu jöfn í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Skotlandi í kvöld. Bæði lið fengu fín færi til að tryggja sér sigurinn en nú er ítalska liðið í fínni stöðu fyrir síðari leikinn í Mílanó eftir hálfan mánuð.