Innlent

Föst undir steinvegg í fjóra klukukutíma

Kona á fimmtugsaldri var flutt með sjúkrabifreið frá Húnavatnssýslu til Reykjavíkur í dag eftir að steinveggur brotnaði og féll á hana. Konan lá föst undir veggnum á bóndabæ í Vatnsdal í fjórar klukkustundir þar til hjálp barst. Konan mun hafa verið að reka hross út úr hesthúsi þegar slysið varð, en eitt hrossana sparkaði í vegginn með þessum afleiðingum. Bóndi á næsta bæ fann konuna þegar hann fór að athuga með hana þar sem ekkert hafði til hennar spurst. Á fréttavef Morgunblaðsins kemur fram að konan er ekki talin alvarlega slösuð, en hún fótbrotnaði og marðist við slysið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×