Innlent

Fíkniefnahundur finnur efni í bifreið

Lögregla við almennt eftirlit.
Lögregla við almennt eftirlit. Mynd/Guðmundur Þ. Steinþórsson

Fíkniefnahundurinn Bea sem er í eign lögreglunnar á Selfossi fann 29 grömm af hassi við leit í bifreið á Eskifirði. Lögreglumenn höfðu stöðvað bifreiðina í almenni eftirliti. Grunur vaknaði um að fíkniefni væru í bifreiðinni og var hundateymi kallað til aðstoðar. Í framhaldiinu varð gerð húsleit á heimili hins grunaða. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum.

Þegar hundurinn var kallaður til var hann í þjálfun í Fjarðarbyggð. Þar var hann með þjálfara sínum Jóhönnu Eivinsdóttur ásamt Steinari Gunnarssyni yfirþjálfara Ríkislögreglustjóra. Bea hefur því sannað tilverurétt sinn og er ljóst að Bea verður lögreglunni á Selfossi eflaust mikil búbót í baráttunni gegn fíkniefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×