LG mun setja nýja ofurryksugu á markað innan skamms. Ryksugan er pokalaus og notast þess í stað við háþrýstitækni sem pressar rykið saman í litla teninga.
Hljómar eins og eitthvað sem er of gott til að vera satt, en svona er tæknin. Þar að auki lítur ryksugan út eins og eldflaug, en hún kemur í þremur litum, rauðum, silfruðum og hvítum. Vonandi heyrist bara ekki í henni eins og í eldflaug.