Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan rýfur 7.000 stiga múrinn

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands rauf 7.000 stiga múrinn í dag og stóð hún í 7.031 stigi skömmu fyrir hádegi. Vísistalan fór í methæðir í síðustu viku þegar hún endaði í 6.930 stigum á mánudag fyrir viku, sem er hæsta lokagildi hennar frá upphafi. Eldra met, 6.925 stig, var sett þann 15. febrúar í fyrra.

Árið fer vel af stað á innlendum hlutabréfamarkaði en vísitalan hefur hækkað um 9,72 prósent frá áramótum og spá greiningardeildir bankanna því að Úrvalsvísitalan hækki um 20-25 prósent á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×