Dómara drekkt, Ólafur á Indlandi, Jón Baldvin, Framsókn, Frjálslyndir 29. janúar 2007 19:40 Nú eru Baugsmenn, verjendur þeirra og saksóknarar í málinu búnir að drekkja Arngrími Ísberg dómara í pappír og málæði - maður spáir því að ekki líði á löngu áður en hann vísar öllu klabbinu frá. Því hver nennir að hlusta á 120 vitni og lesa sjö þykkar möppur frá sakborningum og sjálfsagt annað eins frá ákæruvaldinu. Í dómssal í dag virðist hafa verið gerð tilraun til að hella vatni yfir málskjölin, líklega í þeirri von að þau yrðu ólæsileg, en með misskildu snarræði tókst að koma í veg fyrir það. --- --- --- Er það svo mikið mál að Ólafur Ragnar Grímsson skuli hafa sest í svokallað þróunarráð Indlands? Hví þurfa menn að fara á límingunum út af þessu? Indland er land sem ég held að allir vilji eiga góð samskipti við, lýðræðisríki merkilegt nokk þrátt fyrir hinn óskaplega mannfjölda - hagkerfi sem fer ört vaxandi og þar sem eru ótal tækifæri. Mér finnst ágætt að vita að íslenskur forseti fái að véla nokkuð þar um. Forseti Íslands þarf að gæta ákveðinnar virðingar, en hann er ekki fangi. --- --- --- Jón Baldvin sprengdi sprengjur í þættinum hjá mér í gær. Eftir viðtalið er staða Samfylkingar enn tæpari en áður, og ekki síst formanns hennar. Það er jafnvel spurt hvort nýtt framboð sé í uppsigingu. Mogginn þegir af einhverjum ástæðum þunnu hljóði yfir þessu og fréttastofa Ríkissjónvarpsins líka. Samt er ekki um annað talað í bænum. Er það svo að fréttir séu núorðið heimilisiðnaður - það liggi bann við að vitna í aðra fjölmiðla? --- --- --- Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki í Framsóknarflokknum að hafna afar frambærilegri konu frá Vestmannaeyjum fyrir konu af flokkskrifstofunni. Þetta er svosem eftir öðru í Framsókn - það hefur verið mjög greið leið af flokkskontórnum í áhrifastöður. Eygló Harðardóttir fékk góða kosningu í prófkjöri, hún hefur verið að byggja upp atvinnurekstur bæði í Vestmannaeyjum og uppi á meginlandinu, virtist vel að sæti sínu komin. Nú er sett fyrir ofan hana Helga Sigrún Harðardóttir sem að vísu er af Suðurnesjum, en er reyndar bara flutt í bæinn. Þetta er auðvitað enn eitt dæmið um hvað kjördæmakerfið hérna er ómögulegt. Hin stóru kjördæmi beinlínis ýta undir á hrepparíg - þúfnapólitík eins og farið er að kalla það - og þá þarf margt gott fólk að lúta í gras. Það dylst varla neinum lengur að þetta kerfi hvetur beinlínis til meðalmennsku.Björgvin Valur á Stöðvarfirði leggur svona út af þessu:"Nú má framsóknarfólk syðra glíma við klofinn flokk því Hjálmar fór í fýlu á laugardaginn var og neitaði að þiggja þriðja sætið sem kjósendur ætluðu honum. Ekki vildu þau hleypa Vestmannaeyjapæjunni Eygló Harðardóttur í þriðja sætið því Suðurnesjafólk sagðist eitt mega fylla skarð Hjálmars en af alkunnri stjórnkænsku var fundin kona úr Reykjavík í stað Eyglóar úr Vestmannaeyjum. Þetta er skólabókardæmi um framsóknarvisku - það er reynt að styggja engan en samt tekst oftast að styggja alla." --- --- --- Má vera að fylgi Frjálslyndra minnki ekki neitt við brotthvarf Margrétar Sverrisdóttur? Kannski þvert á móti? Nú getur flokkurinn orðið hreinræktaðri þjóðernisflokkur en með hana innanborðs - og höfðar þá líklega enn sterkar til þess hluta þjóðarinnar sem hefur slíkar skoðanir. Sjálfstæðismaður einn, Gunnlaugur Snær Ólafsson, hefur áhyggjur af þessu. Hann fullyrðir á bloggsíðu sinni að sigur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar ógni beinlínis Sjálfstæðisflokknum á tíma þegar hann er að færast nær miðjunni, enda stefni Frjálslyndir í að verða pópúlískur hægri flokkur.Gunnlaugur skrifar:"Frjálslyndi flokkurinn stefnir í þá átt að verða popúlista-flokkur hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn, sem aðalega byggir á því að vera á móti innflytjendum og því að lofa fólki meiri pening til allra góðra mála. Slíkur flokkur er bein afleiðing af því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að færast nær miðju. Dæmi um þessa þróun er Fremskrittspartiet í Noregi og Folkpartiet í Svíþjóð. Þessir flokkar taka atkvæði frá sósíaldemókrötum við að lokka til sín fordómafulla verkamenn ásamt hefðbundnum hægrimönnum sem vilja varðveita menningu landsins. Síðast nefndi hópurinn eru oftast þeir traustu gömlu Sjálfstæðismenn sem alltaf hafa og munu alltaf kjósa Sjálfstæðisflokkinn. En þeir munu ekki láta gleyma sér og munu kjósa Frjálslynda ef Sjálfstæðisflokkurinn sinnir ekki málefnum þeirra, nokkuð sem er að gerast nú þegar. Sjálfstæðisflokkurinn má ekki missa þessa traustu kjósendur því þeir eru grunnurinn sem tryggir þetta stöðuga og góða fylgi flokksins. Ef þessir kjósendur yfigefa flokkinn er gefið mál að Sjálfstæðisflokkurinn verður 20-25% miðjuflokkur eftir 3-4 kjörtímabil. Sjálfstæðismenn verða byrja að horfast í augu við það að Frjálslyndi flokkurinn sé raunveruleg ógn. Margir Sjálfstæðismenn hafa afskrifað Frjálslynda sem ógn eftir að Margrét Sverrisdóttir tapaði í varaformannskjörinu, með því að halda því fram að nú séu bara "vitleysingar" eftir hjá Frjálslyndum. Þetta sögðu menn í Høyre og Verkamannafloknum í Noregi þegar Fremskrittspartiet fékk sína fyrstu 5 þingmenn, nú hafa þeir 38 þingmenn af 169 í norska Stórþinginu. Sama saga með Folkpartiet í Svíþjóð, þeir eru í ríkisstjórn með 4 ráðherra. Hefði Margrét Sverrisdóttir orðið varaformaður hefði flokksstefna Frjálslyndra færat til vinstri og hættan verið minni gagnvart Sjálfstæðisflokknum, þá væru Frjálslyndir að mestu leyti að ógna Samfylkingunni." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Nú eru Baugsmenn, verjendur þeirra og saksóknarar í málinu búnir að drekkja Arngrími Ísberg dómara í pappír og málæði - maður spáir því að ekki líði á löngu áður en hann vísar öllu klabbinu frá. Því hver nennir að hlusta á 120 vitni og lesa sjö þykkar möppur frá sakborningum og sjálfsagt annað eins frá ákæruvaldinu. Í dómssal í dag virðist hafa verið gerð tilraun til að hella vatni yfir málskjölin, líklega í þeirri von að þau yrðu ólæsileg, en með misskildu snarræði tókst að koma í veg fyrir það. --- --- --- Er það svo mikið mál að Ólafur Ragnar Grímsson skuli hafa sest í svokallað þróunarráð Indlands? Hví þurfa menn að fara á límingunum út af þessu? Indland er land sem ég held að allir vilji eiga góð samskipti við, lýðræðisríki merkilegt nokk þrátt fyrir hinn óskaplega mannfjölda - hagkerfi sem fer ört vaxandi og þar sem eru ótal tækifæri. Mér finnst ágætt að vita að íslenskur forseti fái að véla nokkuð þar um. Forseti Íslands þarf að gæta ákveðinnar virðingar, en hann er ekki fangi. --- --- --- Jón Baldvin sprengdi sprengjur í þættinum hjá mér í gær. Eftir viðtalið er staða Samfylkingar enn tæpari en áður, og ekki síst formanns hennar. Það er jafnvel spurt hvort nýtt framboð sé í uppsigingu. Mogginn þegir af einhverjum ástæðum þunnu hljóði yfir þessu og fréttastofa Ríkissjónvarpsins líka. Samt er ekki um annað talað í bænum. Er það svo að fréttir séu núorðið heimilisiðnaður - það liggi bann við að vitna í aðra fjölmiðla? --- --- --- Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki í Framsóknarflokknum að hafna afar frambærilegri konu frá Vestmannaeyjum fyrir konu af flokkskrifstofunni. Þetta er svosem eftir öðru í Framsókn - það hefur verið mjög greið leið af flokkskontórnum í áhrifastöður. Eygló Harðardóttir fékk góða kosningu í prófkjöri, hún hefur verið að byggja upp atvinnurekstur bæði í Vestmannaeyjum og uppi á meginlandinu, virtist vel að sæti sínu komin. Nú er sett fyrir ofan hana Helga Sigrún Harðardóttir sem að vísu er af Suðurnesjum, en er reyndar bara flutt í bæinn. Þetta er auðvitað enn eitt dæmið um hvað kjördæmakerfið hérna er ómögulegt. Hin stóru kjördæmi beinlínis ýta undir á hrepparíg - þúfnapólitík eins og farið er að kalla það - og þá þarf margt gott fólk að lúta í gras. Það dylst varla neinum lengur að þetta kerfi hvetur beinlínis til meðalmennsku.Björgvin Valur á Stöðvarfirði leggur svona út af þessu:"Nú má framsóknarfólk syðra glíma við klofinn flokk því Hjálmar fór í fýlu á laugardaginn var og neitaði að þiggja þriðja sætið sem kjósendur ætluðu honum. Ekki vildu þau hleypa Vestmannaeyjapæjunni Eygló Harðardóttur í þriðja sætið því Suðurnesjafólk sagðist eitt mega fylla skarð Hjálmars en af alkunnri stjórnkænsku var fundin kona úr Reykjavík í stað Eyglóar úr Vestmannaeyjum. Þetta er skólabókardæmi um framsóknarvisku - það er reynt að styggja engan en samt tekst oftast að styggja alla." --- --- --- Má vera að fylgi Frjálslyndra minnki ekki neitt við brotthvarf Margrétar Sverrisdóttur? Kannski þvert á móti? Nú getur flokkurinn orðið hreinræktaðri þjóðernisflokkur en með hana innanborðs - og höfðar þá líklega enn sterkar til þess hluta þjóðarinnar sem hefur slíkar skoðanir. Sjálfstæðismaður einn, Gunnlaugur Snær Ólafsson, hefur áhyggjur af þessu. Hann fullyrðir á bloggsíðu sinni að sigur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar ógni beinlínis Sjálfstæðisflokknum á tíma þegar hann er að færast nær miðjunni, enda stefni Frjálslyndir í að verða pópúlískur hægri flokkur.Gunnlaugur skrifar:"Frjálslyndi flokkurinn stefnir í þá átt að verða popúlista-flokkur hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn, sem aðalega byggir á því að vera á móti innflytjendum og því að lofa fólki meiri pening til allra góðra mála. Slíkur flokkur er bein afleiðing af því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að færast nær miðju. Dæmi um þessa þróun er Fremskrittspartiet í Noregi og Folkpartiet í Svíþjóð. Þessir flokkar taka atkvæði frá sósíaldemókrötum við að lokka til sín fordómafulla verkamenn ásamt hefðbundnum hægrimönnum sem vilja varðveita menningu landsins. Síðast nefndi hópurinn eru oftast þeir traustu gömlu Sjálfstæðismenn sem alltaf hafa og munu alltaf kjósa Sjálfstæðisflokkinn. En þeir munu ekki láta gleyma sér og munu kjósa Frjálslynda ef Sjálfstæðisflokkurinn sinnir ekki málefnum þeirra, nokkuð sem er að gerast nú þegar. Sjálfstæðisflokkurinn má ekki missa þessa traustu kjósendur því þeir eru grunnurinn sem tryggir þetta stöðuga og góða fylgi flokksins. Ef þessir kjósendur yfigefa flokkinn er gefið mál að Sjálfstæðisflokkurinn verður 20-25% miðjuflokkur eftir 3-4 kjörtímabil. Sjálfstæðismenn verða byrja að horfast í augu við það að Frjálslyndi flokkurinn sé raunveruleg ógn. Margir Sjálfstæðismenn hafa afskrifað Frjálslynda sem ógn eftir að Margrét Sverrisdóttir tapaði í varaformannskjörinu, með því að halda því fram að nú séu bara "vitleysingar" eftir hjá Frjálslyndum. Þetta sögðu menn í Høyre og Verkamannafloknum í Noregi þegar Fremskrittspartiet fékk sína fyrstu 5 þingmenn, nú hafa þeir 38 þingmenn af 169 í norska Stórþinginu. Sama saga með Folkpartiet í Svíþjóð, þeir eru í ríkisstjórn með 4 ráðherra. Hefði Margrét Sverrisdóttir orðið varaformaður hefði flokksstefna Frjálslyndra færat til vinstri og hættan verið minni gagnvart Sjálfstæðisflokknum, þá væru Frjálslyndir að mestu leyti að ógna Samfylkingunni."
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun