Toronto burstaði Chicago 11. nóvember 2007 11:44 Chicago-liðið er heillum horfið í upphafi leiktíðar NordicPhotos/GettyImages Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston er enn taplaust eftir góðan sigur á New Jersey en Minnesota hefur enn ekki unnið leik. Þá er Chicago í bullandi vandræðum eftir að hafa verið niðurlægt á heimavelli af Toronto. "Hvað er að gerast með þetta lið," sagði T.J. Ford, leikstórnandi Toronto í nótt eftir að lið hans hafði unnið Chicago Bulls 101-71 á útivelli. Hann er ekki einn um að vera hissa á byrjun Chicago liðsins, sem átti aldrei möguleika í leiknum í nótt og var sigur Toronto öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Andres Nocioni var stigahæstur með 20 stig í arfaslöku liði Chicago í nótt, en liðið hafði unnið 15 af 17 síðustu leikjum gegn Toronto fyrir þessa skelfilegu útreið. Carlos Delfino skoraði 16 stig og þeir Chris Bosh og Andrea Bargnani 14 hvor. TJ Ford gaf 14 stoðsendingar og Toronto vann þennan stórsigur þrátt fyrir að vera að spila fjórða leik sinn á fimm dögum. Ótrúleg endurkoma Denver Denver vann sigur á Indiana 113-106 í ótrúlegum leik í Indianapolis, þar sem Denver var einum 25 stigum undir í hálfleik. Indiana skoraði t.a.m. 46 stig í fyrsta leikhlutanum, en Denver náði að snúa dæminu við eftir hrikalega hálfleiksræðu frá George Karl þjálfara. "Ég efast um að það sé hafandi eftir í fjölmiðlum," sagði Karl þegar hann var spurður hvað hann hefði sagt við sína menn í hálfleik. "Hann blótaði okkur í kaf," sagði Carmelo Anthony hjá Denver sem skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst. Allen Iverson skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Troy Murphi var stigahæstur í jöfnu liði Indiana með 18 stig. Fimm í röð hjá Boston Boston vann nokkuð sannfærandi sigur á New Jersey í nótt 112-101. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston, Ray Allen 27 og Kevin Garnett 18 og 14 fráköst. Richard Jefferson skoraði 28 fyrir New Jersey. Phoenix vann góðan sigur á Orlando á útivelli þar sem Leandro Barbosa var í miklu stuði og setti parsónulegt met með 39 stigum eftir að hafa komið inn í byrjunarliðið í stað hins meidda Raja Bell. Dwight Howard skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Orlando. Bæði lið hafa unnið fimm leiki og tapað tveimur. Utah vann auðveldan sigur á Memphis 118-94 á heimavelli. Carlos Boozer skoraði 31 stig fyrir Utah, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 13 stoðsendingar og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig, hirti 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis sem tapaði 25 boltum í leiknum. Loksin, loksins hjá Portland Portland lagði Dallas 91-82 eftir að hafa tapað síðustu 13 leikjum sínum gegn Dallas. Brandon Roy var frábær í liði Portland og skoraði 32 stig í þriðja sigri liðsins í röð. Josh Howard skoraði 20 stig fyrir Dallas sem hafði unnið þrjá leiki í röð. Loks vann Sacramento 100-93 sigur á Minnesota á heimavelli og því er Minnesota enn án sigurs í fyrstu fimm leikjunum. Al Jefferson skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir gestina en Kevin Martin skoraði 29 stig fyrir Sacramento. NBA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston er enn taplaust eftir góðan sigur á New Jersey en Minnesota hefur enn ekki unnið leik. Þá er Chicago í bullandi vandræðum eftir að hafa verið niðurlægt á heimavelli af Toronto. "Hvað er að gerast með þetta lið," sagði T.J. Ford, leikstórnandi Toronto í nótt eftir að lið hans hafði unnið Chicago Bulls 101-71 á útivelli. Hann er ekki einn um að vera hissa á byrjun Chicago liðsins, sem átti aldrei möguleika í leiknum í nótt og var sigur Toronto öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Andres Nocioni var stigahæstur með 20 stig í arfaslöku liði Chicago í nótt, en liðið hafði unnið 15 af 17 síðustu leikjum gegn Toronto fyrir þessa skelfilegu útreið. Carlos Delfino skoraði 16 stig og þeir Chris Bosh og Andrea Bargnani 14 hvor. TJ Ford gaf 14 stoðsendingar og Toronto vann þennan stórsigur þrátt fyrir að vera að spila fjórða leik sinn á fimm dögum. Ótrúleg endurkoma Denver Denver vann sigur á Indiana 113-106 í ótrúlegum leik í Indianapolis, þar sem Denver var einum 25 stigum undir í hálfleik. Indiana skoraði t.a.m. 46 stig í fyrsta leikhlutanum, en Denver náði að snúa dæminu við eftir hrikalega hálfleiksræðu frá George Karl þjálfara. "Ég efast um að það sé hafandi eftir í fjölmiðlum," sagði Karl þegar hann var spurður hvað hann hefði sagt við sína menn í hálfleik. "Hann blótaði okkur í kaf," sagði Carmelo Anthony hjá Denver sem skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst. Allen Iverson skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Troy Murphi var stigahæstur í jöfnu liði Indiana með 18 stig. Fimm í röð hjá Boston Boston vann nokkuð sannfærandi sigur á New Jersey í nótt 112-101. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston, Ray Allen 27 og Kevin Garnett 18 og 14 fráköst. Richard Jefferson skoraði 28 fyrir New Jersey. Phoenix vann góðan sigur á Orlando á útivelli þar sem Leandro Barbosa var í miklu stuði og setti parsónulegt met með 39 stigum eftir að hafa komið inn í byrjunarliðið í stað hins meidda Raja Bell. Dwight Howard skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Orlando. Bæði lið hafa unnið fimm leiki og tapað tveimur. Utah vann auðveldan sigur á Memphis 118-94 á heimavelli. Carlos Boozer skoraði 31 stig fyrir Utah, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 13 stoðsendingar og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig, hirti 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis sem tapaði 25 boltum í leiknum. Loksin, loksins hjá Portland Portland lagði Dallas 91-82 eftir að hafa tapað síðustu 13 leikjum sínum gegn Dallas. Brandon Roy var frábær í liði Portland og skoraði 32 stig í þriðja sigri liðsins í röð. Josh Howard skoraði 20 stig fyrir Dallas sem hafði unnið þrjá leiki í röð. Loks vann Sacramento 100-93 sigur á Minnesota á heimavelli og því er Minnesota enn án sigurs í fyrstu fimm leikjunum. Al Jefferson skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir gestina en Kevin Martin skoraði 29 stig fyrir Sacramento.
NBA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira