Innlent

Eiður Smári varð fyrir árás í miðborg Reykjavíkur

Eiði varð ekki meint af árásinni.
Eiði varð ekki meint af árásinni. Mynd/ AFP

Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og leikmaður Barcelona, varð fyrir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur síðastliðið laugardagskvöld. Eiði var hrint og hann kýldur í andlitið. Hann slapp ómeiddur frá árásinni og ætlar ekki að kæra.

Samkvæmt upplýsingum frá Eggerti Skúlasyni, talsmanni Eiðs Smára, var hann að koma úr afmæli frá Sveppa vini sínum þegar atvikið varð. Hann var á gangi ásamt vinum sínum í námunda við Lækjartorg þegar ókunnugur maður kallaði til hans. Eiður svaraði manninum ekki og ákvað að halda áfram för sinni. Þá hrinti maðurinn Eiði Smára í jörðina og félagi mannsins kýldi Eið.

Eggert segir að Eiður sé ekki slasaður og engir eftirmálar muni fylgja atburðinum. Hann segir þó að Eiður sé mjög leiður yfir þessu atviki en hann geri sér grein fyrir því að svona áreiti geti hent mann í hans stöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×