Erlent

Þrenn samtök lýsa ábyrgð

Þrenn samtök hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem framin var í Rauðahafsbænum Eilat í Ísrael í morgun. Þrír létu lífið í árásinni en hún var gerð í bakaríi í bænum, sem er fjölsóttur af ferðamönnum.

Samtökin Heilagt stríð, al-Aqsa-herdeildirnar, sem eru hluti af Fatah-hreyfingu Abbas forseta, og áður óþekktur hópur sem kalla sig Her hinna trúuðu segjast öll hafa verið að verki. Þetta er fyrsta sjálfsmorðsárásin í Ísrael í níu mánuði en í apríl í fyrra stóð Heilagt stríð fyrir hermdarverki í Tel Aviv sem kostaði 11 mannslíf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×