Erlent

Verkfalli aflýst hjá British Airways

British Airways hafði aflýst 1.300 flugferðum, en reynir nú að koma þeim á aftur.
British Airways hafði aflýst 1.300 flugferðum, en reynir nú að koma þeim á aftur.

Tveggja daga verkfalli flugliða hjá breska flugfélaginu British Airways hefur verið aflýst. Samningar náðust nú eftir hádegið milli félagsins og flugliða um aðalatriði deilunnar.

Verkfallið var fyrirhugað frá miðnætti í kvöld til miðnættis á miðvikudagskvöld. Sættir um laun og veikindadaga tókust loks í dag.

Þrátt fyrir að verkfallinu hafi verið aflýst er gert ráð fyrir einhverjum truflunum á flugi. Talsmaður flugfélagsins sagði Reuters fréttastofunni að ákvörðun flugliða um að hætta við verkfallið kæmi of seint til að forða truflunum. Reynt verður að koma flestum aflýstu fluganna á aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×