Loftslagið jarðar fer stöðugt hlýnandi 29. janúar 2007 19:02 Útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur valdið umtalsverðri hækkun á hitastigi andrúmsloftsins og hafsins með þeim afleiðingum að sjávarborð hefur risið og heimsskautaísinn bráðnað. Þetta er afdráttarlaus niðurstaða skýrslu sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna kynnir á næstu dögum. Skýrslan er sú fyrsta af fjórum sem gefnar verða út á árinu en að baki henni liggur þrotlaus vinna 600 sérfræðinga í loftslagsmálum víðs vegar að úr heiminum. 1.600 síðna svellþykkur doðranturinn verður kynntur formlega í lok vikunnar en höfundarnir hittust í París í dag til að reka smiðshöggið á verkið. Niðurstaða þeirra er ekkert sérstaklega upplífgandi: Hitastig jarðar hefur ekki verið hærra í þúsundir ára og á þessari öld mun það hækka um þrjár til sex gráður. Þar er því slegið föstu að magn koltvísýrings í andrúmsloftinu sé langt umfram eðilegar sveiflur síðustu 650.000 ára og að maðurinn eigi þar stærstan hlut að máli Hlýnunin veldur svo því að yfirborð sjávar mun hækka á öldinni um allt að 58 sentimetra, bæði vegna bráðnunar jökul- og heimskautaíss og útþenslu vatns með hækkandi hitastigi. Eitthvað mun hægja á Golftstrauminum af þessum sökum en enn bendir þó ekkert til að hann muni stöðvast með öllu. Höfundar skýrslunnar vonast eftir vitundarvakningu. Sjö ár eru frá því að loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gaf síðast út skýrslu og nú kveður við örlítið bjartari tón. Til dæmis er ekki spáð jafn mikilli hækkun heimshafanna og síðast. Margir vísindamenn benda hins vegar á að mikil bráðnun jökulíssins á Grænlandi og á Suðurskautinu að undanförnu sé ekki tekin með í reikninginn og því gefi nýja skýrslan ekki rétta mynd af ástandinu. Hlýnun jarðar gæti verið mun meiri ef ekki væri fyrir vaxandi magn ryks og annarra agna í andrúmsloftinu sem endurkasta sólarljósinu aftur út í geiminn. Erlent Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur valdið umtalsverðri hækkun á hitastigi andrúmsloftsins og hafsins með þeim afleiðingum að sjávarborð hefur risið og heimsskautaísinn bráðnað. Þetta er afdráttarlaus niðurstaða skýrslu sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna kynnir á næstu dögum. Skýrslan er sú fyrsta af fjórum sem gefnar verða út á árinu en að baki henni liggur þrotlaus vinna 600 sérfræðinga í loftslagsmálum víðs vegar að úr heiminum. 1.600 síðna svellþykkur doðranturinn verður kynntur formlega í lok vikunnar en höfundarnir hittust í París í dag til að reka smiðshöggið á verkið. Niðurstaða þeirra er ekkert sérstaklega upplífgandi: Hitastig jarðar hefur ekki verið hærra í þúsundir ára og á þessari öld mun það hækka um þrjár til sex gráður. Þar er því slegið föstu að magn koltvísýrings í andrúmsloftinu sé langt umfram eðilegar sveiflur síðustu 650.000 ára og að maðurinn eigi þar stærstan hlut að máli Hlýnunin veldur svo því að yfirborð sjávar mun hækka á öldinni um allt að 58 sentimetra, bæði vegna bráðnunar jökul- og heimskautaíss og útþenslu vatns með hækkandi hitastigi. Eitthvað mun hægja á Golftstrauminum af þessum sökum en enn bendir þó ekkert til að hann muni stöðvast með öllu. Höfundar skýrslunnar vonast eftir vitundarvakningu. Sjö ár eru frá því að loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gaf síðast út skýrslu og nú kveður við örlítið bjartari tón. Til dæmis er ekki spáð jafn mikilli hækkun heimshafanna og síðast. Margir vísindamenn benda hins vegar á að mikil bráðnun jökulíssins á Grænlandi og á Suðurskautinu að undanförnu sé ekki tekin með í reikninginn og því gefi nýja skýrslan ekki rétta mynd af ástandinu. Hlýnun jarðar gæti verið mun meiri ef ekki væri fyrir vaxandi magn ryks og annarra agna í andrúmsloftinu sem endurkasta sólarljósinu aftur út í geiminn.
Erlent Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira