Loftslagið jarðar fer stöðugt hlýnandi 29. janúar 2007 19:02 Útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur valdið umtalsverðri hækkun á hitastigi andrúmsloftsins og hafsins með þeim afleiðingum að sjávarborð hefur risið og heimsskautaísinn bráðnað. Þetta er afdráttarlaus niðurstaða skýrslu sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna kynnir á næstu dögum. Skýrslan er sú fyrsta af fjórum sem gefnar verða út á árinu en að baki henni liggur þrotlaus vinna 600 sérfræðinga í loftslagsmálum víðs vegar að úr heiminum. 1.600 síðna svellþykkur doðranturinn verður kynntur formlega í lok vikunnar en höfundarnir hittust í París í dag til að reka smiðshöggið á verkið. Niðurstaða þeirra er ekkert sérstaklega upplífgandi: Hitastig jarðar hefur ekki verið hærra í þúsundir ára og á þessari öld mun það hækka um þrjár til sex gráður. Þar er því slegið föstu að magn koltvísýrings í andrúmsloftinu sé langt umfram eðilegar sveiflur síðustu 650.000 ára og að maðurinn eigi þar stærstan hlut að máli Hlýnunin veldur svo því að yfirborð sjávar mun hækka á öldinni um allt að 58 sentimetra, bæði vegna bráðnunar jökul- og heimskautaíss og útþenslu vatns með hækkandi hitastigi. Eitthvað mun hægja á Golftstrauminum af þessum sökum en enn bendir þó ekkert til að hann muni stöðvast með öllu. Höfundar skýrslunnar vonast eftir vitundarvakningu. Sjö ár eru frá því að loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gaf síðast út skýrslu og nú kveður við örlítið bjartari tón. Til dæmis er ekki spáð jafn mikilli hækkun heimshafanna og síðast. Margir vísindamenn benda hins vegar á að mikil bráðnun jökulíssins á Grænlandi og á Suðurskautinu að undanförnu sé ekki tekin með í reikninginn og því gefi nýja skýrslan ekki rétta mynd af ástandinu. Hlýnun jarðar gæti verið mun meiri ef ekki væri fyrir vaxandi magn ryks og annarra agna í andrúmsloftinu sem endurkasta sólarljósinu aftur út í geiminn. Erlent Fréttir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur valdið umtalsverðri hækkun á hitastigi andrúmsloftsins og hafsins með þeim afleiðingum að sjávarborð hefur risið og heimsskautaísinn bráðnað. Þetta er afdráttarlaus niðurstaða skýrslu sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna kynnir á næstu dögum. Skýrslan er sú fyrsta af fjórum sem gefnar verða út á árinu en að baki henni liggur þrotlaus vinna 600 sérfræðinga í loftslagsmálum víðs vegar að úr heiminum. 1.600 síðna svellþykkur doðranturinn verður kynntur formlega í lok vikunnar en höfundarnir hittust í París í dag til að reka smiðshöggið á verkið. Niðurstaða þeirra er ekkert sérstaklega upplífgandi: Hitastig jarðar hefur ekki verið hærra í þúsundir ára og á þessari öld mun það hækka um þrjár til sex gráður. Þar er því slegið föstu að magn koltvísýrings í andrúmsloftinu sé langt umfram eðilegar sveiflur síðustu 650.000 ára og að maðurinn eigi þar stærstan hlut að máli Hlýnunin veldur svo því að yfirborð sjávar mun hækka á öldinni um allt að 58 sentimetra, bæði vegna bráðnunar jökul- og heimskautaíss og útþenslu vatns með hækkandi hitastigi. Eitthvað mun hægja á Golftstrauminum af þessum sökum en enn bendir þó ekkert til að hann muni stöðvast með öllu. Höfundar skýrslunnar vonast eftir vitundarvakningu. Sjö ár eru frá því að loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gaf síðast út skýrslu og nú kveður við örlítið bjartari tón. Til dæmis er ekki spáð jafn mikilli hækkun heimshafanna og síðast. Margir vísindamenn benda hins vegar á að mikil bráðnun jökulíssins á Grænlandi og á Suðurskautinu að undanförnu sé ekki tekin með í reikninginn og því gefi nýja skýrslan ekki rétta mynd af ástandinu. Hlýnun jarðar gæti verið mun meiri ef ekki væri fyrir vaxandi magn ryks og annarra agna í andrúmsloftinu sem endurkasta sólarljósinu aftur út í geiminn.
Erlent Fréttir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira