Erlent

Kjarnorkusérfræðingar í Norður-Kóreu

Guðjón Helgason skrifar

Bandarískir kjarnorkusérfræðingar skoða í dag kjarnakljúfinn í Yongbyon í Norður-Kóreu. Þeirra verk verður að rífa hann og hefjast þeir handa við það á mánudaginn. Það er stórt skref fyrir ráðamenn í Pyongyang - sem hafa heitið því að leggja kjarnorkuáætlun sína á hilluna.

Slökkt var á kjarnakljúfnum í júlí og stefnt að því að niðurrifi hans verði lokið um áramótin. Norðurkóreumenn fá í skiptum aðstoð í orkumálum og á ýmsum öðrum sviðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×