Ísraelsmenn ráðgera kjarnavopnaárás gegn Íran 7. janúar 2007 01:53 F-16I orrustuvél Ísraelshers á flugi Ísraelsmenn hafi gert leynilega áætlun um að gera árásir með kjarnavopnum á staði í Íran, þar sem úran er auðgað, að því er segir í grein breska blaðsins Sunday Times í dag. Tvær orrustuflugsveitir Ísraelshers æfa nú árásir á kjarnorkuúrvinnslustöð í Íran með aflminni kjarnorkusprengjum, svonefndum "bunker-busters" að því er blaðið hefur eftir nokkrum heimildum innan Ísraelshers. Þetta yrði fyrsta árásin þar sem kjarnavopn eru notuð síðan 1945, þegar Bandaríkjamenn sprengdu japönsku borgarinar Hiroshima og Nagasaki. Sprengjur Ísraelsmanna hefðu hver um sig 1/15 af eyðileggingarmætti Hiroshima-sprengjunnar. Samkvæmt áætlun Ísraelsmanna yrðu hefbundnar leysi-stýrðar sprengjur notaðar til að opna "göng" að skotmörkunum. Dverg-kjarnasprengjum ("Mini-nukes") yrði síðan strax í kjölfarið skotið inní framleiðsluver Írana í Natanz, þar sem þær spryngju langt neðanjarðar til að minnka hættu á geislavirkni á svæðinu. Talið er að framleiðsluverið sé jafnvel tugi metra neðanjarðar undir steinsteypu og klöpp. Um leið og græna ljósið er gefið verður farinn einn leiðangur og gerð ein árás, sem ræður niðurlögum írönsku kjarnorkuáælunarinnar. Það mat leyniþjónustu Ísraelsmanna, Mossad, að Íranir séu við það að framleiða nægilegt auðgað úran til að geta smiðað kjarnavopn innan tveggja ára hafa meðal annars ýtt undir þessa áætlanagerð hersins. Kjarnavopn yrðu þó aðeins notuð, að sögn Sunday Times, ef hefðbundin vopn yrðu ekki talin duga og ef Bandaríkin neituðu að skerast í leikinn. Bandarískir og ísraelskir stjórnarfulltrúar hafa hist nokkrum sinnum til að ræða hugsanlegar hernaðaraðgerðir. Hernaðarsérfræðingar segja að með því að skýra frá áætlanagerðinni núna, gætu Ísraelsmenn verið að þrýsta á Írani að hætta auðgun úrans, eggja Bandaríkjamenn til átaka eða mýkja upp almenningsálit alþjóðasamfélagsins fyrir hugsanlega árás. Heimildir Sunday Times nærri Pentagon, varnarmálaráðuneytinu, segja afar ósennilegt að Bandaríkjamenn myndu samþykkja notkun kjarnavopna. Robert Gates, nýi varnarmálaráðherrann, hefur sagt að hervaldi verði ekki beitt nema sem síðasta kosti í stöðunni, og Ísraelsmenn hafa dregið þá ályktun að það sé þeirra sjálfra að taka ákvörðun um árás. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Ísraelsmenn hafi gert leynilega áætlun um að gera árásir með kjarnavopnum á staði í Íran, þar sem úran er auðgað, að því er segir í grein breska blaðsins Sunday Times í dag. Tvær orrustuflugsveitir Ísraelshers æfa nú árásir á kjarnorkuúrvinnslustöð í Íran með aflminni kjarnorkusprengjum, svonefndum "bunker-busters" að því er blaðið hefur eftir nokkrum heimildum innan Ísraelshers. Þetta yrði fyrsta árásin þar sem kjarnavopn eru notuð síðan 1945, þegar Bandaríkjamenn sprengdu japönsku borgarinar Hiroshima og Nagasaki. Sprengjur Ísraelsmanna hefðu hver um sig 1/15 af eyðileggingarmætti Hiroshima-sprengjunnar. Samkvæmt áætlun Ísraelsmanna yrðu hefbundnar leysi-stýrðar sprengjur notaðar til að opna "göng" að skotmörkunum. Dverg-kjarnasprengjum ("Mini-nukes") yrði síðan strax í kjölfarið skotið inní framleiðsluver Írana í Natanz, þar sem þær spryngju langt neðanjarðar til að minnka hættu á geislavirkni á svæðinu. Talið er að framleiðsluverið sé jafnvel tugi metra neðanjarðar undir steinsteypu og klöpp. Um leið og græna ljósið er gefið verður farinn einn leiðangur og gerð ein árás, sem ræður niðurlögum írönsku kjarnorkuáælunarinnar. Það mat leyniþjónustu Ísraelsmanna, Mossad, að Íranir séu við það að framleiða nægilegt auðgað úran til að geta smiðað kjarnavopn innan tveggja ára hafa meðal annars ýtt undir þessa áætlanagerð hersins. Kjarnavopn yrðu þó aðeins notuð, að sögn Sunday Times, ef hefðbundin vopn yrðu ekki talin duga og ef Bandaríkin neituðu að skerast í leikinn. Bandarískir og ísraelskir stjórnarfulltrúar hafa hist nokkrum sinnum til að ræða hugsanlegar hernaðaraðgerðir. Hernaðarsérfræðingar segja að með því að skýra frá áætlanagerðinni núna, gætu Ísraelsmenn verið að þrýsta á Írani að hætta auðgun úrans, eggja Bandaríkjamenn til átaka eða mýkja upp almenningsálit alþjóðasamfélagsins fyrir hugsanlega árás. Heimildir Sunday Times nærri Pentagon, varnarmálaráðuneytinu, segja afar ósennilegt að Bandaríkjamenn myndu samþykkja notkun kjarnavopna. Robert Gates, nýi varnarmálaráðherrann, hefur sagt að hervaldi verði ekki beitt nema sem síðasta kosti í stöðunni, og Ísraelsmenn hafa dregið þá ályktun að það sé þeirra sjálfra að taka ákvörðun um árás.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira