Ár hinna glötuðu tækifæra 5. maí 2007 06:15 Þegar rottur á Írlandi slitu sundur netsamband Íslands við umheiminn sagði mér maður að þetta væri táknrænt fyrir völd og áhrif eldri karlmanna á Íslandi. Körlunum þótti mikilvægara að moka Héðinsfjarðargöng fyrir 10 milljarða heldur en að tengja vísinda- og tæknisamfélagið við alheiminn fyrir 3 milljarða. Forgangsröðun af þessu tagi hefur valdið því að tugur ef ekki hundruð hátæknistarfa hefur ekki orðið til á Íslandi á meðan heil kynslóð lifir í heimi sem kallar á stórskipahafnir, stórhvelaveiðar og stóriðju. Þetta eru ekki fordómar, Gallupkannanir sýna þetta svart á hvítu. Náttúruverndarmálin fjalla ekki um eina verksmiðju eða stíflu heldur eru þau birtingarmynd stærri vanda. Það þykir ekki tiltökumál að fullfrískur maður segi opinberlega þegar stóriðju ber á góma: En hvað á að gera í staðinn? Menn vilja auðvitað öryggi en öryggisþörfin virðist ekki byggja á hagfræðilegum veruleika, menn kalla á framkvæmdir sem eru langt umfram þarfir. Þótt þær spilli fyrir útflutningsfyrirtækjum eins og Marel, fiskiðnaði, ferðaþjónustu eða hugbúnaðarfyrirtækjum þá voru það hvort eð er ekki nógu „öruggir“ atvinnuvegir. Þegar nánar er spurt út í hagnað af þessum ævintýrum, raunverulegt hlutfall af þjóðartekjum eða raunverulega rentu sem rennur til íslensks samfélags er eins og menn fari í vörn og segi: „Auðvitað er myljandi hagnaður af þessu.“ Helmingi ódýrari en í BrasilíuStórhugur íslenskra karlmanna er eins og himnasending fyrir gamalreynd fyrirtæki eins og Alcoa. Í Financial Times Þýskalandi segir að samningar Alcoa við Landsvirkjun spari fyrirtækinu um 14 milljarða á ári miðað við orkuverð til stóriðju í Þýskalandi. Á heimasíðu Alcoa (sem nú hefur verið „lagfærð“) sagði forstjórinn að orkuverð á Íslandi væri helmingi lægra en í Brasilíu. Það eru þá um 6 milljarðar á ári í sparnað. Landsvirkjun telur að hagnaður af Kárahnjúkavirkjun verði um 4 milljarðar samtals á 40 árum. Rentan af auðlindinni fer nánast öll úr landi en Alcoa borgar aðeins 5% tekjuskatt af arði. Nauðasamningur af þessu tagi hlýtur að vera einsdæmi á Vesturlöndum. Það þýðir ekki að skella skuldinni á Framsóknarflokkinn, Geir Haarde skrifaði undir samninginn. Ef virkjunin verður seld á frjálsum markaði fást aldrei meira en 60-80 milljarðar fyrir þessa 120 milljarða fjárfestingu. Hálft hátæknisjúkrahús væri skilið eftir fyrir skattgreiðendur að borga upp. Innan tíðar verða 90% af orkuframleiðslu Íslands bundin álverði. Bandarískt fjárfestafyrirtæki talar um „dirt cheap energy“ og mælir með kaupum í Norðuráli með þessum orðum: „... if aluminum prices weaken, Iceland is not biting the hand that feeds it.“ Íslenska gildranÞrátt fyrir lélega samninga og mikla áhættu þykir sjálfsagt að annar leynisamningur verði gerður við Alcoa um álver á Húsavík og aftur teknir tugmilljarðar að láni sem almenningur á að ábyrgjast. En er skynsamlegt að gera Alcoa að ráðandi afli í Norðausturkjördæmi? Getum við ekki fundið aðrar lausnir? Þannig stefnir Sjálfstæðisflokkurinn á álver í Helguvík og Húsavík á næsta kjörtímabili og Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru þegar farnir að tala um álver við Þorlákshöfn skammt frá einu hreinasta vatnsbóli í Evrópu. Í bæklingnum Southland of Opportunities – A New Option for Heavy Industry er bent á Torfajökulsvæðið, Langasjó, Kerlingarfjöll og Markarfljót sem mögulega virkjunarkosti. Sjá www.sass.is. Öryggisþörfin og minningar frá 1965 valda því að það er aldrei tímabært að leita annarra leiða. Í góðæri er ekki hægt að staldra við, sá sem vill það er spilltur af góðærinu. Í kreppu er ekki hægt að neita sér um eitt einasta atvinnutilboð. Þetta er íslenska gildran. Menn tala um verndun Þjórsárvera eins og það sé tímabundinn velmegunarsjúkdómur. Getur verið að Davíð, Halldór og Geir hafi skilið heila kynslóð jafnaldra eftir í gapandi tómarúmi? Af hverju er það karlmennska að gera minna úr möguleikum þjóðar en efni standa til? Hvaðan kemur þessi ósjálfstæðisbarátta og hvert leiðir hún okkur? Á kynningu um þungaiðnað í New York fyrir nokkrum vikum endaði framsögumaður ræðu sína á því að sýna myndir af Herðubreið, Dettifossi og Skaftafelli. Myndasyrpan var kynnt sem hluti af svæðum sem Alcoa tæki þátt í að ,,vernda“ á heimsvísu. Ríkisstjórn Íslands tók á móti 300.000 dollara styrk frá Alcoa árið 2006 fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Það má velta fyrir sér; var þetta góður styrkur eða hörmulegur auglýsingasamningur? Er ekki ímynd mesta verðmæti fyrirtækja og þjóða? Tiger Woods fékk 10 milljarða fyrir samning við Tag Hauer? Hvað kostar að leyfa fyrirtæki sem er þekkt fyrir mengun að státa sig af því að verndari Íslands? Hvað finnst þjóðgarðsvörðum sem flögguðu í hálfa við Herðubreið? Er þetta hugsunarleysi, grín eða er þjóðgarðurinn einhverskonar herfang? „Skammastu þín Björk!“Hvað er að gerast núna? Í Guardian lofar Björk ekki Ísland, hún getur það ekki og segir að stjórnvöld séu að eyðileggja landið. Sama dag fær Bechtel, eitt alræmdasta fyrirtæki heims íslensku umhverfisverðlaunin fyrir að byggja verksmiðju sem losar 30 sinnum meira af SO2 og 10 sinnum meira af PAH efnum en sambærileg norsk verksmiðja. Þá er fróðlegt að sjá hvernig miðaldra menn blogga um konuna sem opnaði Ólympíuleikana í Aþenu: „Skammastu þín Björk!“ Íslenski karlmaðurinn samsamar sig risafyrirtækjum en stendur stuggur af velgengni Bjarkar. Fyrir misskilning fagna þeir í hvert sinn sem Ísland skorar sjálfsmark. Við erum búin að virkja þrisvar sinnum meira en nútíma samfélag þarfnast. Á Íslandi er framleidd þrisvar sinnum meiri raforka á mann heldur en í Japan, Danmörku og Sviss. 600 milljónir jarðarbúa búa á svæðum sem geta nýtt sér jarðvarma til raforkuvinnslu og enn fleiri til hitaveitu og sparað þar kol, olíu, gas og jafnvel timbur. Þar liggur ein stærsta lausnin á umhverfisvanda heimsins og þar höfum við raunverulegt forskot og þekkingu. Næstu ár ráða úrslitum um hver heldur forskotinu. Forsvarsmenn Hitaveitu Suðurnesja halda því fram að þeir þurfi 5 ára innrásarskeið og álver í Helguvík til að æfa sig fyrir útrásina, með sömu rökum væri Össur ennþá fimm manna fyrirtæki að bíða eftir næsta bílslysi. Ef álverið rís í Helguvík er gengið of nærri Reykjanesinu og það útilokar möguleika á uppbyggingu Google eða Microsoft gagnastöðva á Suðvesturhorninu. Þjóð án leiðtogaUm áramót barst ríkisstjórn Íslands að koma að risatónleikum Live Earth sem yrðu haldnir samtímis í Reykjavík, London, New York, Tokyo, Rio, Jóhannesarborg og Sidney. Tilboðið kemur ekki síst vegna Bjarkar, Sigurrósar og ekki síst vegna þess að Reykjavík er hituð með jarðvarma. Hingað eiga að koma erlendar ofurstjörnur. Reykjavík sem fyrirmynd annarra borga getur skapað hundruð starfa í orkuiðnaði. Fimm mánuðum síðar hefur skýrt svar ekki borist frá stjórnvöldum. Þá má spyrja: Hvaða leiðtogi stekkur ekki á svona tækifæri? Hvar vilja Sjálfstæðismenn staðsetja okkur í heiminum? Hjá Bechtel eða Björk? Fimm mánuðir hafa liðið og ekkert svar hefur borist. Kostnaður var eins og einn Cayenne jeppi og tíminn er að renna út. Við erum þjóð án leiðtoga og sögulegt tækifæri að glatast fyrir umhverfissinna og orkufyrirtæki. Óbreytt stóriðjustefna mun gera okkur jafn raddlaus í umhverfismálum eins og Íraksstríðið í friðarmálum. Ég vona innilega að Ómar fái 5% og komi inn jöfnunarmönnum, að Samfylking fylgi fagra Íslandi og Vinstri Grænir fái góðan stuðning. Þá kemst fullt af nýju og góðu fólki að. Ráðuneytin munu reka opinbera kerfið áfram. Atvinnulífið mun halda græða áfram að græða en þingið þarf á breytingum að halda. Höfundur er rithöfundur og handhafi frelsisverðlauna SUS. Heimild: True Wealth – Stansbury Investment Research – ágúst 2006 Um áramót barst ríkisstjórn Íslands að koma að risatónleikum Live Earth sem yrðu haldnir samtímis í Reykjavík, London, New York, Tokyo, Rio, Jóhannesarborg og Sidney. [...] Hvaða leiðtogi stekkur ekki á svona tækifæri? Hvar vilja Sjálfstæðismenn staðsetja okkur í heiminum? Hjá Bechtel eða Björk? Fimm mánuðir hafa liðið og ekkert svar hefur borist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þegar rottur á Írlandi slitu sundur netsamband Íslands við umheiminn sagði mér maður að þetta væri táknrænt fyrir völd og áhrif eldri karlmanna á Íslandi. Körlunum þótti mikilvægara að moka Héðinsfjarðargöng fyrir 10 milljarða heldur en að tengja vísinda- og tæknisamfélagið við alheiminn fyrir 3 milljarða. Forgangsröðun af þessu tagi hefur valdið því að tugur ef ekki hundruð hátæknistarfa hefur ekki orðið til á Íslandi á meðan heil kynslóð lifir í heimi sem kallar á stórskipahafnir, stórhvelaveiðar og stóriðju. Þetta eru ekki fordómar, Gallupkannanir sýna þetta svart á hvítu. Náttúruverndarmálin fjalla ekki um eina verksmiðju eða stíflu heldur eru þau birtingarmynd stærri vanda. Það þykir ekki tiltökumál að fullfrískur maður segi opinberlega þegar stóriðju ber á góma: En hvað á að gera í staðinn? Menn vilja auðvitað öryggi en öryggisþörfin virðist ekki byggja á hagfræðilegum veruleika, menn kalla á framkvæmdir sem eru langt umfram þarfir. Þótt þær spilli fyrir útflutningsfyrirtækjum eins og Marel, fiskiðnaði, ferðaþjónustu eða hugbúnaðarfyrirtækjum þá voru það hvort eð er ekki nógu „öruggir“ atvinnuvegir. Þegar nánar er spurt út í hagnað af þessum ævintýrum, raunverulegt hlutfall af þjóðartekjum eða raunverulega rentu sem rennur til íslensks samfélags er eins og menn fari í vörn og segi: „Auðvitað er myljandi hagnaður af þessu.“ Helmingi ódýrari en í BrasilíuStórhugur íslenskra karlmanna er eins og himnasending fyrir gamalreynd fyrirtæki eins og Alcoa. Í Financial Times Þýskalandi segir að samningar Alcoa við Landsvirkjun spari fyrirtækinu um 14 milljarða á ári miðað við orkuverð til stóriðju í Þýskalandi. Á heimasíðu Alcoa (sem nú hefur verið „lagfærð“) sagði forstjórinn að orkuverð á Íslandi væri helmingi lægra en í Brasilíu. Það eru þá um 6 milljarðar á ári í sparnað. Landsvirkjun telur að hagnaður af Kárahnjúkavirkjun verði um 4 milljarðar samtals á 40 árum. Rentan af auðlindinni fer nánast öll úr landi en Alcoa borgar aðeins 5% tekjuskatt af arði. Nauðasamningur af þessu tagi hlýtur að vera einsdæmi á Vesturlöndum. Það þýðir ekki að skella skuldinni á Framsóknarflokkinn, Geir Haarde skrifaði undir samninginn. Ef virkjunin verður seld á frjálsum markaði fást aldrei meira en 60-80 milljarðar fyrir þessa 120 milljarða fjárfestingu. Hálft hátæknisjúkrahús væri skilið eftir fyrir skattgreiðendur að borga upp. Innan tíðar verða 90% af orkuframleiðslu Íslands bundin álverði. Bandarískt fjárfestafyrirtæki talar um „dirt cheap energy“ og mælir með kaupum í Norðuráli með þessum orðum: „... if aluminum prices weaken, Iceland is not biting the hand that feeds it.“ Íslenska gildranÞrátt fyrir lélega samninga og mikla áhættu þykir sjálfsagt að annar leynisamningur verði gerður við Alcoa um álver á Húsavík og aftur teknir tugmilljarðar að láni sem almenningur á að ábyrgjast. En er skynsamlegt að gera Alcoa að ráðandi afli í Norðausturkjördæmi? Getum við ekki fundið aðrar lausnir? Þannig stefnir Sjálfstæðisflokkurinn á álver í Helguvík og Húsavík á næsta kjörtímabili og Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru þegar farnir að tala um álver við Þorlákshöfn skammt frá einu hreinasta vatnsbóli í Evrópu. Í bæklingnum Southland of Opportunities – A New Option for Heavy Industry er bent á Torfajökulsvæðið, Langasjó, Kerlingarfjöll og Markarfljót sem mögulega virkjunarkosti. Sjá www.sass.is. Öryggisþörfin og minningar frá 1965 valda því að það er aldrei tímabært að leita annarra leiða. Í góðæri er ekki hægt að staldra við, sá sem vill það er spilltur af góðærinu. Í kreppu er ekki hægt að neita sér um eitt einasta atvinnutilboð. Þetta er íslenska gildran. Menn tala um verndun Þjórsárvera eins og það sé tímabundinn velmegunarsjúkdómur. Getur verið að Davíð, Halldór og Geir hafi skilið heila kynslóð jafnaldra eftir í gapandi tómarúmi? Af hverju er það karlmennska að gera minna úr möguleikum þjóðar en efni standa til? Hvaðan kemur þessi ósjálfstæðisbarátta og hvert leiðir hún okkur? Á kynningu um þungaiðnað í New York fyrir nokkrum vikum endaði framsögumaður ræðu sína á því að sýna myndir af Herðubreið, Dettifossi og Skaftafelli. Myndasyrpan var kynnt sem hluti af svæðum sem Alcoa tæki þátt í að ,,vernda“ á heimsvísu. Ríkisstjórn Íslands tók á móti 300.000 dollara styrk frá Alcoa árið 2006 fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Það má velta fyrir sér; var þetta góður styrkur eða hörmulegur auglýsingasamningur? Er ekki ímynd mesta verðmæti fyrirtækja og þjóða? Tiger Woods fékk 10 milljarða fyrir samning við Tag Hauer? Hvað kostar að leyfa fyrirtæki sem er þekkt fyrir mengun að státa sig af því að verndari Íslands? Hvað finnst þjóðgarðsvörðum sem flögguðu í hálfa við Herðubreið? Er þetta hugsunarleysi, grín eða er þjóðgarðurinn einhverskonar herfang? „Skammastu þín Björk!“Hvað er að gerast núna? Í Guardian lofar Björk ekki Ísland, hún getur það ekki og segir að stjórnvöld séu að eyðileggja landið. Sama dag fær Bechtel, eitt alræmdasta fyrirtæki heims íslensku umhverfisverðlaunin fyrir að byggja verksmiðju sem losar 30 sinnum meira af SO2 og 10 sinnum meira af PAH efnum en sambærileg norsk verksmiðja. Þá er fróðlegt að sjá hvernig miðaldra menn blogga um konuna sem opnaði Ólympíuleikana í Aþenu: „Skammastu þín Björk!“ Íslenski karlmaðurinn samsamar sig risafyrirtækjum en stendur stuggur af velgengni Bjarkar. Fyrir misskilning fagna þeir í hvert sinn sem Ísland skorar sjálfsmark. Við erum búin að virkja þrisvar sinnum meira en nútíma samfélag þarfnast. Á Íslandi er framleidd þrisvar sinnum meiri raforka á mann heldur en í Japan, Danmörku og Sviss. 600 milljónir jarðarbúa búa á svæðum sem geta nýtt sér jarðvarma til raforkuvinnslu og enn fleiri til hitaveitu og sparað þar kol, olíu, gas og jafnvel timbur. Þar liggur ein stærsta lausnin á umhverfisvanda heimsins og þar höfum við raunverulegt forskot og þekkingu. Næstu ár ráða úrslitum um hver heldur forskotinu. Forsvarsmenn Hitaveitu Suðurnesja halda því fram að þeir þurfi 5 ára innrásarskeið og álver í Helguvík til að æfa sig fyrir útrásina, með sömu rökum væri Össur ennþá fimm manna fyrirtæki að bíða eftir næsta bílslysi. Ef álverið rís í Helguvík er gengið of nærri Reykjanesinu og það útilokar möguleika á uppbyggingu Google eða Microsoft gagnastöðva á Suðvesturhorninu. Þjóð án leiðtogaUm áramót barst ríkisstjórn Íslands að koma að risatónleikum Live Earth sem yrðu haldnir samtímis í Reykjavík, London, New York, Tokyo, Rio, Jóhannesarborg og Sidney. Tilboðið kemur ekki síst vegna Bjarkar, Sigurrósar og ekki síst vegna þess að Reykjavík er hituð með jarðvarma. Hingað eiga að koma erlendar ofurstjörnur. Reykjavík sem fyrirmynd annarra borga getur skapað hundruð starfa í orkuiðnaði. Fimm mánuðum síðar hefur skýrt svar ekki borist frá stjórnvöldum. Þá má spyrja: Hvaða leiðtogi stekkur ekki á svona tækifæri? Hvar vilja Sjálfstæðismenn staðsetja okkur í heiminum? Hjá Bechtel eða Björk? Fimm mánuðir hafa liðið og ekkert svar hefur borist. Kostnaður var eins og einn Cayenne jeppi og tíminn er að renna út. Við erum þjóð án leiðtoga og sögulegt tækifæri að glatast fyrir umhverfissinna og orkufyrirtæki. Óbreytt stóriðjustefna mun gera okkur jafn raddlaus í umhverfismálum eins og Íraksstríðið í friðarmálum. Ég vona innilega að Ómar fái 5% og komi inn jöfnunarmönnum, að Samfylking fylgi fagra Íslandi og Vinstri Grænir fái góðan stuðning. Þá kemst fullt af nýju og góðu fólki að. Ráðuneytin munu reka opinbera kerfið áfram. Atvinnulífið mun halda græða áfram að græða en þingið þarf á breytingum að halda. Höfundur er rithöfundur og handhafi frelsisverðlauna SUS. Heimild: True Wealth – Stansbury Investment Research – ágúst 2006 Um áramót barst ríkisstjórn Íslands að koma að risatónleikum Live Earth sem yrðu haldnir samtímis í Reykjavík, London, New York, Tokyo, Rio, Jóhannesarborg og Sidney. [...] Hvaða leiðtogi stekkur ekki á svona tækifæri? Hvar vilja Sjálfstæðismenn staðsetja okkur í heiminum? Hjá Bechtel eða Björk? Fimm mánuðir hafa liðið og ekkert svar hefur borist.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun