Persónuvernd með Alcoa til skoðunar 5. maí 2007 01:30 Spurt er ítarlega um heilsufarssögu starfsmanna og fjölskyldu þeirra á umsóknareyðublaðinu. Persónuvernd hefur til skoðunar hvort Alcoa-Fjarðaál kunni að ganga of langt, og hugsanlega brjóta lög, með því að láta starfsmenn fylla út ítarleg eyðublöð um heilsufar sitt og félagslíf, auk ítarlegra upplýsinga um heilsufar fjölskyldu viðkomandi. Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd, staðfesti að umsóknareyðublöð þar sem ítarlegra upplýsinga er krafist væru til skoðunar hjá stofnuninni en hún væri ekki langt komin. Meðal annars er spurt ítarlega úti í sjúkdóma- og veikindasögu fjölskyldu starfsmanna. Spurt er um hvort hátt kólesteról sé vandamál hjá fjölskyldumeðlimum, blóðleysi, astmi, áfengissýki, offita og aðrir alvarlegri sjúkdómar, til dæmis hjartaáföll og krabbamein. Ítarlega er spurt út í félagslega sögu starfsmanna. Undir liðnum áfengisnotkun eru umsækjendur spurðir hvort þeim hafi „liðið illa eða verið með samviskubit vegna notkunar áfengis eða vímuefna“ og einnig hvort viðkomandi hafi „orðið pirraður á einhverjum sem gagnrýnir“ hann fyrir notkun áfengis eða vímuefna. Umsækjendur er vinsamlegast beðinn um að veita sem „ítarlegastar upplýsingar.“ Tekið er fram að upplýsingarnar séu ekki veittar þriðja aðila nema „lögleg krafa eða heimild leyfi það.“ Einnig kemur fram að upplýsingunum sé ætlað að veita bakgrunn fyrir heilsufarsskrá starfsmanna og vera lækni til hliðsjónar við heilsufarsskoðun. Stjórnendur fá ekki aðgang að upplýsingunum samkvæmt því er fram kemur á umsóknareyðublaðinu. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa-Fjarðaáls, segir fyrirtækið vera með þessu að tryggja að öryggi og heilsa starfsmanna sé í algjörum forgangi hjá fyrirtækinu, því hægt sé að taka tillit til heilsufars starfsmanna þegar fundið er starf fyrir þá. Heilsufarsupplýsingarnar eru geymdar hjá fyrirtækinu InPro sem veitir Alcoa-Fjarðaál ráðgjöf um hvernig best sé að tryggja öryggi starfsmanna fyrirtækisins, með tilliti til upplýsinganna sem eru í gagnagrunninum. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Persónuvernd hefur til skoðunar hvort Alcoa-Fjarðaál kunni að ganga of langt, og hugsanlega brjóta lög, með því að láta starfsmenn fylla út ítarleg eyðublöð um heilsufar sitt og félagslíf, auk ítarlegra upplýsinga um heilsufar fjölskyldu viðkomandi. Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd, staðfesti að umsóknareyðublöð þar sem ítarlegra upplýsinga er krafist væru til skoðunar hjá stofnuninni en hún væri ekki langt komin. Meðal annars er spurt ítarlega úti í sjúkdóma- og veikindasögu fjölskyldu starfsmanna. Spurt er um hvort hátt kólesteról sé vandamál hjá fjölskyldumeðlimum, blóðleysi, astmi, áfengissýki, offita og aðrir alvarlegri sjúkdómar, til dæmis hjartaáföll og krabbamein. Ítarlega er spurt út í félagslega sögu starfsmanna. Undir liðnum áfengisnotkun eru umsækjendur spurðir hvort þeim hafi „liðið illa eða verið með samviskubit vegna notkunar áfengis eða vímuefna“ og einnig hvort viðkomandi hafi „orðið pirraður á einhverjum sem gagnrýnir“ hann fyrir notkun áfengis eða vímuefna. Umsækjendur er vinsamlegast beðinn um að veita sem „ítarlegastar upplýsingar.“ Tekið er fram að upplýsingarnar séu ekki veittar þriðja aðila nema „lögleg krafa eða heimild leyfi það.“ Einnig kemur fram að upplýsingunum sé ætlað að veita bakgrunn fyrir heilsufarsskrá starfsmanna og vera lækni til hliðsjónar við heilsufarsskoðun. Stjórnendur fá ekki aðgang að upplýsingunum samkvæmt því er fram kemur á umsóknareyðublaðinu. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa-Fjarðaáls, segir fyrirtækið vera með þessu að tryggja að öryggi og heilsa starfsmanna sé í algjörum forgangi hjá fyrirtækinu, því hægt sé að taka tillit til heilsufars starfsmanna þegar fundið er starf fyrir þá. Heilsufarsupplýsingarnar eru geymdar hjá fyrirtækinu InPro sem veitir Alcoa-Fjarðaál ráðgjöf um hvernig best sé að tryggja öryggi starfsmanna fyrirtækisins, með tilliti til upplýsinganna sem eru í gagnagrunninum.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira