Valur er deildameistari kvenna í fótbolta í þriðja sinn eftir 2-1 sigur á KR í úrslitaleik í Egilshöllinni í gær. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Val yfir eftir 25. mínútu og Nína Ósk Kristinsdóttir bætti síðan við öðru marki tólf mínútum eftir hálfleik.
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir minnkaði muninn átta mínútum síðar en nær komust KR-konur ekki. Valur vann alla sjö leiki sína í keppninni og Margrét Lára varð langmarkahæst með 17 mörk í 7 leikjum.