Erlent

Ótti um mengunarslys í Devon

Bresk yfirvöld óttast mengunarslys við suðvesturströnd Englands eftir að flutningaskipið Napoli strandaði þar. Skipið skemmdist í óveðrinu sem gekk yfir Evrópu fyrir helgi og því var ákveðið að sigla því í strand. Í dag tók það að halla svo ískyggilega að 150 gámar féllu fyrir borð og auk þess er olía farin að leka úr tönkum þess. Rafgeymasýra og sprengiefni eru hluti af farmi skipsins og í það minnsta tveir af gámunum sem féllu í hafið innihalda hættuleg efni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×