Fótbolti

Ekki reka McClaren

Terry Venables segir enska landsliðið á réttri leið
Terry Venables segir enska landsliðið á réttri leið NordicPhotos/GettyImages

Terry Venables, aðstoðarmaður Steve McClaren hjá enska landsliðinu, segir að það yrðu mistök að reka McClaren úr starfi jafnvel þó liðið næði ekki að tryggja sér sæti á EM næsta sumar.

Örlög enska liðsins eru mikið til í höndum Makedóna, Ísraela og Andorra og því að þessar þjóðir nái að hirða stig af toppliðunum Króötum og Rússum í síðustu tveimur leikjunum í riðlakeppninni. Enski hópurinn verður valinn í dag.

"Ég er búinn að heyra mikið um það að gera þurfi breytingar á þjálfaraliðinu en það er ekki alltaf gott að slíta allt upp og byrja upp á nýtt. Ef enska knattspyrnusambandið er hinsvegar með menn í sigtinu sem geta gert enska landsliðið að heimsmeistara - þá er það svo sem í fínu lagi," sagði Venables.

"Ef gera á breytingar, verður að gera þær á réttum forsendum með framtíðina að leiðarljósi. Það þýðir ekki að breyta bara út af því að hlutirnir eru ekki í lagi nákvæmlega í augnablikinu. Okkur sem störfum með liðinu finnst hlutirnir vera á uppleið en við verðum bara að taka því sem verður í framtíðinni. Ég held samt að það yrðu mistök að stokka upp á nýtt núna," sagði Venables.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×