Enski boltinn

Mourinho í handalögmálum við 12 ára dreng

NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho slapp með viðvörun eftir að hann lenti í handalögmálum við 12 ára gamlan dreng í Portúgal.

Mourinho var að sækja 11 ára gamla dóttur sína í skólann og brást reiður við þegar dóttirin sagði 12 ára gamlan snáða hafa móðgað sig. Pabbinn beið ekki boðanna og reif í drenginn, hristi hann til og togaði í eyrun á honum.

Skólastjórinn var ekki ánægður með þetta og kallaði Mourinho á fund sinn ásamt foreldrum drengsins. Fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea baðst afsökunar á atvikinu og skildu allir sáttir að sögn breskra fjölmiðla.

"Ég spurði drenginn hvort Mourinho hefði lamið hann en hann neitaði því. Ég sá hann samt rífa í hárið á honum og toga í höndina á honum. Mourinho hefur nú beðist afsökunar á atvikinu og málið er úr sögunni," sagði skólastjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×