Enski boltinn

Nei, nei, ekki um jólin

Það kom ekki til greina hjá Ferguson að spila á aðfangadagskvöld
Það kom ekki til greina hjá Ferguson að spila á aðfangadagskvöld NordicPhotos/GettyImages

Manchester United hefur neitað sjónvarpsstöðinni Setana að spila leik sinn við Everton í ensku úrvalsdeildinni á aðfangadagskvöld. Leikurinn fer þess í stað fram á hádegi á Þorláksmessu.

Sir Alex Ferguson sagði þessa beiðni út í hött. "Leikmennirnir verða önnum kafnir við að kaupa jólagjafir handa börnunum sínum og það var því ekki sérlega erfitt að ákveða þetta," sagði stjórinn.

Lögreglan í Manchester tók heldur ekki vel í þessa beiðni sjónvarpsstöðvarinnar, en það færist heldur í aukana að sjónvarpsstöðvarnar biðji um að leikjum sé flýtt eða frestað til að reyna að fá sem flesta til að setjast við tækin á leiktíma.

Um næstu helgi er þannig aðens einn leikur á hefðbundnum tíma klukkan 3 að enskum tíma og sex af tíu leikjum hafa verið færðir á sunnudag og mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×