Erlent

Jarðhræringar í Yellowstone

Óli Tynes skrifar
Tölvugerð mynd af upphafi ofurgoss í Yellowstone.
Tölvugerð mynd af upphafi ofurgoss í Yellowstone.

Bráðið hraun virðist vera að ýta upp leifunum af fornu eldfjalli í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjumum. Þar hafa á undanförnum tveim milljónum ára orðið svokölluð óstjórnleg ofurgos. Það síðasta fyrir 642 þúsund árum.

Ýmsir haf spáð því að slíkt gos sé á leiðinni. Og það áður en langt um líður. Robert Smith, jarðskjálftafræðingur við háskólann í Utah, segir hinsvegar að þrátt fyrir þetta séu engar vísbendingar um eldgos eða sprengingu.

Þetta eldfjallasvæði er þó enn mjög virkt. Gervihnattamyndir sýna að frá því um mitt ár 2004 og til ársloka 2006 reis botn sigketilsin um 18 sentimetra. Risið hefur verið sjö sentimetrar á ári sem er það mesta sem nokkrusinni hefur mælst.

Robert Smith segir að margir sigkatlar víðsvegar um heiminn fari upp og niður áratugum saman án þess að gjósi. Við því segja gosspámenn; "Áratugum sjálfsagt. En í 642 þúsund ár?"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×