Innlent

Sluppu ómeiddir eftir brotlendingu

Tveir flugmenn, sem voru einir um borð, sluppu ómeiddir þegar lítilli tveggja hreyfla Cessna Skymaster flugvél hlekktist á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Rétt fyrir lendingu létu flugmennirnir vita um tæknilega erfiðleika og var slökkviliðið í Skógarhlíð hvatt út auk flugvallarslökkviliðsins en engin eldur kom upp þegar vélin skall í brautina og staðnæmdist þar.

Tveimur öðrum flugvélum, sem voru í samfloti með vélinni og líka í aðflugi, var beint á aðra braut. Vélin, sem skráð er erlendis, var í svonefndu ferjuflugi og var að koma frá Grænlandi, áleiðis til meginlands Evrópu. Rannsóknanefnd flugslysa rannsakar nú málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×