Innlent

Tökum þessu ekki þegjandi

Rekstrarstjóri Sólon segir veitingamernn í miðbænum lítt hrifna af hugmyndum Stefáns Eiríkssonar um styttri opnunartíma.
Rekstrarstjóri Sólon segir veitingamernn í miðbænum lítt hrifna af hugmyndum Stefáns Eiríkssonar um styttri opnunartíma.

Ívar Agnarsson, rekstrarstjóri skemmtistaðarinns Sólón, segist ekki hrifinn af hugmyndum Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, en hann vill að skemmtistaðir í miðborginni loki klukkan 02:00.

"Við höfum átt gott samstarf við Stefán og hans menn en þessum breytingum munum við ekki taka þegjandi og hljóðalaust," segir Ívar um hugmyndir Stefáns. Hann segir að skemmtanaleyfið fyrir Sólón, sem og marga aðra staði hafi verið endurnýjað í sumar og á von á því að barist verði gegn hvers kyns breytingum sem reynt verði að gera á þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×