Skerjafjarðarskáld skriplar á skötu en gefst ekki upp Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 10:15 Kristján Hreinsson, Skerjafjarðarskáldið, biðlar til Lilju persónulega; að láta sig málið varða því hér er mikið undir. vísir/fb/Vilhelm Kristján Hreinsson skáld, kenndur við Skerjafjörðinn er ósáttur við að Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi vísað kæru hans á hendur Ríkisútvarpinu frá. En hann er hvergi nærri af baki dottinn. Kristján kærði sem kunnugt er Ríkisútvarpið fyrir að brjóta lög; að vanrækja skyldur sínar gagnvart íslenskri tungu með því að láta undir höfuð leggjast að hið svokallaða kynlausa tungumál fái að vaða óátölulaust þar uppi meðal dagskrárgerðarfólks. Kristján vísar í kæru sinni til ákvæða sem finna má í lögum um Ríkisútvarpið. Kristján telur engar heimildir fyrir hendi að stofnunin fái bara svona eftir smekk að breyta tungumálinu. Kristján krefst þess að Lilja Dögg beiti sér fyrir því að Ríkisútvarpið sinni skyldu sinni sem er að flytja áhorfendum sínum sitt efni á lýtalausri íslensku. Og það telst hið kynlausa mál ekki að mati Kristjáns, reyndar er það sannkallaður hroði í hans eyrum. Lilja segir í svarbréfi þetta ekki á hennar borði, það sé utan hennar valdheimilda að hlutast til um málið en því er Kristján ósammála og ritar hann henni opið bréf sem hann birtir á Vísi. Þar fer hann í saumana á málinu. Bréf Kristjáns er býsna ítarlegt og dregur hann til eitt og annað máli sínu til stuðnings. Í lok þess segir hann að geðþóttaákvarðanir og duttlungar einstaklinga meig ekki stýra því hvernig opinberu mati á lýtalausri íslensku sé háttað. Það megi ekki vera þannig að sitt sýnist hverjum í þessu máli: „Vegna þess að um leið og í málið er kafað af vandvirkni þá kemur í ljós að hvorugkynssýkin á aldrei eftir að hafa góð áhrif – hvorki á tungu né þjóð. Í sýkinni er ekki heil brú, hún er reist á þvermóðsku og getur ekki staðist neinar þær væntingar sem til hennar eru gerðar.“ Og Kristján ítrekar erindi sitt, hann gefst ekki upp fyrir hinu þunglamalega kerfi sem kemur sér hjá því að taka á álitaefnum og biðlar til ráðherra persónulega: „Þú sem núverandi ráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur á ýmsum vettvangi barist fyrir rétti tungumálsins og styrktri stöðu íslenskunnar, því vekur það furðu mína að þú skulir draga lappirnar þegar ég bið þig um aðstoð í baráttu minni gegn útbreiðslu hvorugkynssýki hjá Ríkisútvarpi allra landsmanna.“ Íslensk fræði Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Lögmennska Íslensk tunga Tengdar fréttir Segir kæru Kristjáns út í hött Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku. 1. júlí 2024 13:01 Strámaðurinn mikli Strámaður er ímyndaður skotspónn sem oft er settur á stall í rökræðum. Hann fær það hlutverk að setja fram skoðanir sem auðvelt er að skjóta í kaf. 3. júlí 2024 16:01 „Lýtalaus íslenska“ er ekki til Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. 1. júlí 2024 12:30 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Kristján kærði sem kunnugt er Ríkisútvarpið fyrir að brjóta lög; að vanrækja skyldur sínar gagnvart íslenskri tungu með því að láta undir höfuð leggjast að hið svokallaða kynlausa tungumál fái að vaða óátölulaust þar uppi meðal dagskrárgerðarfólks. Kristján vísar í kæru sinni til ákvæða sem finna má í lögum um Ríkisútvarpið. Kristján telur engar heimildir fyrir hendi að stofnunin fái bara svona eftir smekk að breyta tungumálinu. Kristján krefst þess að Lilja Dögg beiti sér fyrir því að Ríkisútvarpið sinni skyldu sinni sem er að flytja áhorfendum sínum sitt efni á lýtalausri íslensku. Og það telst hið kynlausa mál ekki að mati Kristjáns, reyndar er það sannkallaður hroði í hans eyrum. Lilja segir í svarbréfi þetta ekki á hennar borði, það sé utan hennar valdheimilda að hlutast til um málið en því er Kristján ósammála og ritar hann henni opið bréf sem hann birtir á Vísi. Þar fer hann í saumana á málinu. Bréf Kristjáns er býsna ítarlegt og dregur hann til eitt og annað máli sínu til stuðnings. Í lok þess segir hann að geðþóttaákvarðanir og duttlungar einstaklinga meig ekki stýra því hvernig opinberu mati á lýtalausri íslensku sé háttað. Það megi ekki vera þannig að sitt sýnist hverjum í þessu máli: „Vegna þess að um leið og í málið er kafað af vandvirkni þá kemur í ljós að hvorugkynssýkin á aldrei eftir að hafa góð áhrif – hvorki á tungu né þjóð. Í sýkinni er ekki heil brú, hún er reist á þvermóðsku og getur ekki staðist neinar þær væntingar sem til hennar eru gerðar.“ Og Kristján ítrekar erindi sitt, hann gefst ekki upp fyrir hinu þunglamalega kerfi sem kemur sér hjá því að taka á álitaefnum og biðlar til ráðherra persónulega: „Þú sem núverandi ráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur á ýmsum vettvangi barist fyrir rétti tungumálsins og styrktri stöðu íslenskunnar, því vekur það furðu mína að þú skulir draga lappirnar þegar ég bið þig um aðstoð í baráttu minni gegn útbreiðslu hvorugkynssýki hjá Ríkisútvarpi allra landsmanna.“
Íslensk fræði Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Lögmennska Íslensk tunga Tengdar fréttir Segir kæru Kristjáns út í hött Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku. 1. júlí 2024 13:01 Strámaðurinn mikli Strámaður er ímyndaður skotspónn sem oft er settur á stall í rökræðum. Hann fær það hlutverk að setja fram skoðanir sem auðvelt er að skjóta í kaf. 3. júlí 2024 16:01 „Lýtalaus íslenska“ er ekki til Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. 1. júlí 2024 12:30 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Segir kæru Kristjáns út í hött Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku. 1. júlí 2024 13:01
Strámaðurinn mikli Strámaður er ímyndaður skotspónn sem oft er settur á stall í rökræðum. Hann fær það hlutverk að setja fram skoðanir sem auðvelt er að skjóta í kaf. 3. júlí 2024 16:01
„Lýtalaus íslenska“ er ekki til Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. 1. júlí 2024 12:30