„Mér líður eins og þeir hafi kúkað á leiðið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2024 12:20 Brynhildur er reið og segist upplifa hatursfullt viðmót starfsfólks í sinn garð. Vísir/Samsett Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkur vann stórfellt skemmdarverk á leiði foreldra Brynhildar Bergþórsdóttur að hennar sögn. Blóðberg sem prýddi leiðið var slitið upp og svört möl sett í staðinn án þess að samráð væri haft við aðstandendur. Brynhildur segir að henni líði eins og starfsmenn kirkjugarðsins í Sóllandi í Reykjavík hafi hreinlega kúkað á leiði foreldra sinna. Foreldrar Brynhildar, þau Bergþór Jóhannsson og Dóra J. Guðjohnsen, voru mosa- og grasafræðingar og höfðu áhuga á íslenskum fjallagróðri. Bergþór sem féll frá árið 2006 var jarðsettur í kirkjugarðinum Sóllandi og farið var til æskuslóða hans á Ströndum að sækja stein þakinn skófum og mosa sem fjölskyldunni þótti sæma Bergþóri. Dóra, móðir Brynhildar, hafði þá komið fyrir blóðbergi við leiðið og annaðist það af alúð þar sem erfitt getur verið að fá blóðberg til að njóta sín í borginni. Eyðimörk blasti við Yngri systur Brynhildar brá þá mikið í brún þegar hún gekk að leiði foreldra sinna og kom að því í því ástandi sem það er í í dag. Brynhildur segist þá hafa farið sjálf að leiðinu og þá blasti „þessi eyðimörk“ við henni. Hún segist hafa orðið fyrir áfalli. „Kirkjugarðarnir ganga fram með þessu offorsi og hafa ekki einu sinni fyrir því að tala við fólk,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Sagt að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ Brynhildur segist hafa haft samband við stjórnendur kirkjugarðarins og fengið þau svör að um mistök væri að ræða. Tónninn í stjórnendum hafi þó breyst seinna og hún látin vita af því að þetta hefðu ekki verið nein mistök heldur væri alls ótækt að hafa „þessa skelfilegu plöntu þarna.“ Að sögn Brynhildar var henni upplýst um það að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ af garðyrkjufræðingi sem starfaði í kirkjugarðinum. Brynhildur kynnti sér þá lög um kirkjugarða og þar segi skýrt og skorinort í 19. grein 2. málsgrein að „kirkjugarðsstjórnir skuli stuðla að því að legstaðir séu smekklega prýddir blómjurtum og vel um þá hirt.“ „Hvað er blóðberg ef ekki falleg blómjurt?“ spyr Brynhildur sig. „Mér finnst starfsfólk kirkjugarðanna vera að fara þarna offari, fara beinlínis gegn lögum og brjóta á rétti aðstandenda til að hlúa að leiðum sinna nánustu. Mér finnst þetta forkastanleg vinnubrögð og ég er mjög leið. Mér líður bara eins og einhver starfsmaðurinn hafi kúkað á leiðið,“ segir Brynhildur. Hatursfullt viðmót starfsfólks Hún segist jafnframt hafa fengið sterk viðbrögð frá vinum og fjölskyldu sem lýsa því að hafa lent í þessu sama. Móðir hennar heitin hafi þá sagt henni að það þýddi ekkert að annast leiðið eða gróðurinn þar á þar sem það yrði allt slitið upp fyrr en varir hvort eð er. Brynhildur segist vera að skoða möguleika sína gagnvart kirkjugarðsstjórninni. Hún segist ekki vilja að foreldrar hennar hvíli á stað þar sem hún upplifir hatursfullt viðmót starfsfólks í garð aðstandenda. „Ef að leiðið er til óþurftar, þá á maður að hafa samband við aðstandendur og gefa þeim tækifæri til að bregðast við. Og gera úrbætur ef að þörf er á því,“ segir hún. Ekki náðist í kirkjugarðsstjórnina við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar og ef þau berast. Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Brynhildur segir að henni líði eins og starfsmenn kirkjugarðsins í Sóllandi í Reykjavík hafi hreinlega kúkað á leiði foreldra sinna. Foreldrar Brynhildar, þau Bergþór Jóhannsson og Dóra J. Guðjohnsen, voru mosa- og grasafræðingar og höfðu áhuga á íslenskum fjallagróðri. Bergþór sem féll frá árið 2006 var jarðsettur í kirkjugarðinum Sóllandi og farið var til æskuslóða hans á Ströndum að sækja stein þakinn skófum og mosa sem fjölskyldunni þótti sæma Bergþóri. Dóra, móðir Brynhildar, hafði þá komið fyrir blóðbergi við leiðið og annaðist það af alúð þar sem erfitt getur verið að fá blóðberg til að njóta sín í borginni. Eyðimörk blasti við Yngri systur Brynhildar brá þá mikið í brún þegar hún gekk að leiði foreldra sinna og kom að því í því ástandi sem það er í í dag. Brynhildur segist þá hafa farið sjálf að leiðinu og þá blasti „þessi eyðimörk“ við henni. Hún segist hafa orðið fyrir áfalli. „Kirkjugarðarnir ganga fram með þessu offorsi og hafa ekki einu sinni fyrir því að tala við fólk,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Sagt að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ Brynhildur segist hafa haft samband við stjórnendur kirkjugarðarins og fengið þau svör að um mistök væri að ræða. Tónninn í stjórnendum hafi þó breyst seinna og hún látin vita af því að þetta hefðu ekki verið nein mistök heldur væri alls ótækt að hafa „þessa skelfilegu plöntu þarna.“ Að sögn Brynhildar var henni upplýst um það að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ af garðyrkjufræðingi sem starfaði í kirkjugarðinum. Brynhildur kynnti sér þá lög um kirkjugarða og þar segi skýrt og skorinort í 19. grein 2. málsgrein að „kirkjugarðsstjórnir skuli stuðla að því að legstaðir séu smekklega prýddir blómjurtum og vel um þá hirt.“ „Hvað er blóðberg ef ekki falleg blómjurt?“ spyr Brynhildur sig. „Mér finnst starfsfólk kirkjugarðanna vera að fara þarna offari, fara beinlínis gegn lögum og brjóta á rétti aðstandenda til að hlúa að leiðum sinna nánustu. Mér finnst þetta forkastanleg vinnubrögð og ég er mjög leið. Mér líður bara eins og einhver starfsmaðurinn hafi kúkað á leiðið,“ segir Brynhildur. Hatursfullt viðmót starfsfólks Hún segist jafnframt hafa fengið sterk viðbrögð frá vinum og fjölskyldu sem lýsa því að hafa lent í þessu sama. Móðir hennar heitin hafi þá sagt henni að það þýddi ekkert að annast leiðið eða gróðurinn þar á þar sem það yrði allt slitið upp fyrr en varir hvort eð er. Brynhildur segist vera að skoða möguleika sína gagnvart kirkjugarðsstjórninni. Hún segist ekki vilja að foreldrar hennar hvíli á stað þar sem hún upplifir hatursfullt viðmót starfsfólks í garð aðstandenda. „Ef að leiðið er til óþurftar, þá á maður að hafa samband við aðstandendur og gefa þeim tækifæri til að bregðast við. Og gera úrbætur ef að þörf er á því,“ segir hún. Ekki náðist í kirkjugarðsstjórnina við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar og ef þau berast.
Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira