Lenti í ofbeldissambandi með frönskum bíl Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 14:23 DagurKári kunni vel við bílinn í byrjun en smátt og smátt fór hinn franski bíll að sýna af sér hroka og gróf undan sjálfsvirðingu ökumannsins. vísir/vilhelm Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri er búsettur um þessar mundir í Danmörku. Hann hefur að undanfarin misserin ekið á bílaleigubíl, sem hann kunni vel við framanaf en gamanið fór að kárna þegar bíllinn fór að sýna honum megnasta yfirlæti. „Ég skipti honum út og er nú kominn á strangheiðarlegan Nissan. Ég hef þó þau völd ennþá,“ segir Dagur Kári í samtali við Vísi. Dagur Kári er um þessar mundir að vinna að sjónvarpsþáttum á danskri grundu og starfa síns vegna var honum fenginn bílaleigubíll eins og tíðkast í þeim bransa. Honum líkaði vel við bílinn, framan af. En svo tók valdastrúktúrinn að snúast við, að sögn kvikmyndagerðarmannsins; eitt sinn gat maður áður látið sér líka vel við bíl eða ekki en nú þurfi maður að þóknast bílnum. Gervigreindin er farin að láta til sín taka og þetta er bara blábyrjunin á þeim ósköpum, segir Dagur Kári. Þetta var franskur bíll. „Ég fann alveg fyrir franska hrokanum í þessum bíl. Mér leið eins og honum mislíki það að ég sé ekki betur klæddur, að ég sé ekki samboðinn þessum bíl. Og ég fæ þetta á tilfinninguna í nánast hverju sem er. Ég fann það í rúðuþurrkunum ef það var kominn einhver pirringur í hann.“ „Verður að koma þér út úr þessu eitraða sambandi“ Dagur Kári greindi frá þessu sérkennilega sambandi við bílinn og ekki stóð á svörum. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona sagði til að mynda augljóst að franski bíllinn beitti hann andlegu ofbeldi. Dagur Kári segir þetta bara blábyrjunina. Gervigreindin er rétt að sýna sitt rétta andlit.vísir/arnþór „Þú verður að koma mér út úr þessu eitraða sambandi. Þú átt betra skilið og er 100/100,“ sagði Edda Björg. Og fleiri taka í sama streng. Í fyrstu lék allt í lyndi og Dagur Kári kunni vel við bílinn í fyrstu en það virtist ekki gagnkvæmt. Bíllinn gefur ökumanninum einkunn eftir hverja ökuferð og er 100 hámarksárangur. „Þetta byrjaði ágætlega; ég var að skora á bilinu 88-92 stig af 100 mögulegum, en síðan hefur leiðin bara legið niðurávið og ég er núna kominn niður í 59/100. Ég finn hvernig bíllinn fylgist með mér, horfir yfir öxlina á mér, nemur hreyfingar og leggur mat á viðbrögð og ég finn líka að honum líkar ekki það sem hann sér og upplifir; ég skynja hrokafullt og yfirlætislegt viðmót, eins og ég sé ekki nógu góður fyrir þennan bíl.“ Í krónísku ökuprófi Ökumanninum var farið að líða eins og hann væri í stöðugri áheyrnarprufu eða krónísku ökuprófi. Og hann ekki að standast væntingar - andrúmsloft vonbrigða og þöguls pirrings ríkir í bifreiðinni. „Verst finnst mér að ég fæ engar vísbendingar frá bílnum um hvernig ég geti bætt mig eða á hvaða hátt hann vilji að ég breyti mér svo að hann fíli mig. Hann dæmir mig bara blákalt án rökstuðnings eða útskýringa.“ Þetta ástand var farið að hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd Dags Kára og sjálfsmat. Hann hafði velt því fyrir sér að reyna með einhverjum hætti að opna á samtal, segja eitthvað sér til málsbóta en bíllinn var jú franskur og að endingu gafst hann upp og skipti um bíl. Gervigreind Bílar Danmörk Bíó og sjónvarp Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
„Ég skipti honum út og er nú kominn á strangheiðarlegan Nissan. Ég hef þó þau völd ennþá,“ segir Dagur Kári í samtali við Vísi. Dagur Kári er um þessar mundir að vinna að sjónvarpsþáttum á danskri grundu og starfa síns vegna var honum fenginn bílaleigubíll eins og tíðkast í þeim bransa. Honum líkaði vel við bílinn, framan af. En svo tók valdastrúktúrinn að snúast við, að sögn kvikmyndagerðarmannsins; eitt sinn gat maður áður látið sér líka vel við bíl eða ekki en nú þurfi maður að þóknast bílnum. Gervigreindin er farin að láta til sín taka og þetta er bara blábyrjunin á þeim ósköpum, segir Dagur Kári. Þetta var franskur bíll. „Ég fann alveg fyrir franska hrokanum í þessum bíl. Mér leið eins og honum mislíki það að ég sé ekki betur klæddur, að ég sé ekki samboðinn þessum bíl. Og ég fæ þetta á tilfinninguna í nánast hverju sem er. Ég fann það í rúðuþurrkunum ef það var kominn einhver pirringur í hann.“ „Verður að koma þér út úr þessu eitraða sambandi“ Dagur Kári greindi frá þessu sérkennilega sambandi við bílinn og ekki stóð á svörum. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona sagði til að mynda augljóst að franski bíllinn beitti hann andlegu ofbeldi. Dagur Kári segir þetta bara blábyrjunina. Gervigreindin er rétt að sýna sitt rétta andlit.vísir/arnþór „Þú verður að koma mér út úr þessu eitraða sambandi. Þú átt betra skilið og er 100/100,“ sagði Edda Björg. Og fleiri taka í sama streng. Í fyrstu lék allt í lyndi og Dagur Kári kunni vel við bílinn í fyrstu en það virtist ekki gagnkvæmt. Bíllinn gefur ökumanninum einkunn eftir hverja ökuferð og er 100 hámarksárangur. „Þetta byrjaði ágætlega; ég var að skora á bilinu 88-92 stig af 100 mögulegum, en síðan hefur leiðin bara legið niðurávið og ég er núna kominn niður í 59/100. Ég finn hvernig bíllinn fylgist með mér, horfir yfir öxlina á mér, nemur hreyfingar og leggur mat á viðbrögð og ég finn líka að honum líkar ekki það sem hann sér og upplifir; ég skynja hrokafullt og yfirlætislegt viðmót, eins og ég sé ekki nógu góður fyrir þennan bíl.“ Í krónísku ökuprófi Ökumanninum var farið að líða eins og hann væri í stöðugri áheyrnarprufu eða krónísku ökuprófi. Og hann ekki að standast væntingar - andrúmsloft vonbrigða og þöguls pirrings ríkir í bifreiðinni. „Verst finnst mér að ég fæ engar vísbendingar frá bílnum um hvernig ég geti bætt mig eða á hvaða hátt hann vilji að ég breyti mér svo að hann fíli mig. Hann dæmir mig bara blákalt án rökstuðnings eða útskýringa.“ Þetta ástand var farið að hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd Dags Kára og sjálfsmat. Hann hafði velt því fyrir sér að reyna með einhverjum hætti að opna á samtal, segja eitthvað sér til málsbóta en bíllinn var jú franskur og að endingu gafst hann upp og skipti um bíl.
Gervigreind Bílar Danmörk Bíó og sjónvarp Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira