Lenti í ofbeldissambandi með frönskum bíl Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 14:23 DagurKári kunni vel við bílinn í byrjun en smátt og smátt fór hinn franski bíll að sýna af sér hroka og gróf undan sjálfsvirðingu ökumannsins. vísir/vilhelm Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri er búsettur um þessar mundir í Danmörku. Hann hefur að undanfarin misserin ekið á bílaleigubíl, sem hann kunni vel við framanaf en gamanið fór að kárna þegar bíllinn fór að sýna honum megnasta yfirlæti. „Ég skipti honum út og er nú kominn á strangheiðarlegan Nissan. Ég hef þó þau völd ennþá,“ segir Dagur Kári í samtali við Vísi. Dagur Kári er um þessar mundir að vinna að sjónvarpsþáttum á danskri grundu og starfa síns vegna var honum fenginn bílaleigubíll eins og tíðkast í þeim bransa. Honum líkaði vel við bílinn, framan af. En svo tók valdastrúktúrinn að snúast við, að sögn kvikmyndagerðarmannsins; eitt sinn gat maður áður látið sér líka vel við bíl eða ekki en nú þurfi maður að þóknast bílnum. Gervigreindin er farin að láta til sín taka og þetta er bara blábyrjunin á þeim ósköpum, segir Dagur Kári. Þetta var franskur bíll. „Ég fann alveg fyrir franska hrokanum í þessum bíl. Mér leið eins og honum mislíki það að ég sé ekki betur klæddur, að ég sé ekki samboðinn þessum bíl. Og ég fæ þetta á tilfinninguna í nánast hverju sem er. Ég fann það í rúðuþurrkunum ef það var kominn einhver pirringur í hann.“ „Verður að koma þér út úr þessu eitraða sambandi“ Dagur Kári greindi frá þessu sérkennilega sambandi við bílinn og ekki stóð á svörum. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona sagði til að mynda augljóst að franski bíllinn beitti hann andlegu ofbeldi. Dagur Kári segir þetta bara blábyrjunina. Gervigreindin er rétt að sýna sitt rétta andlit.vísir/arnþór „Þú verður að koma mér út úr þessu eitraða sambandi. Þú átt betra skilið og er 100/100,“ sagði Edda Björg. Og fleiri taka í sama streng. Í fyrstu lék allt í lyndi og Dagur Kári kunni vel við bílinn í fyrstu en það virtist ekki gagnkvæmt. Bíllinn gefur ökumanninum einkunn eftir hverja ökuferð og er 100 hámarksárangur. „Þetta byrjaði ágætlega; ég var að skora á bilinu 88-92 stig af 100 mögulegum, en síðan hefur leiðin bara legið niðurávið og ég er núna kominn niður í 59/100. Ég finn hvernig bíllinn fylgist með mér, horfir yfir öxlina á mér, nemur hreyfingar og leggur mat á viðbrögð og ég finn líka að honum líkar ekki það sem hann sér og upplifir; ég skynja hrokafullt og yfirlætislegt viðmót, eins og ég sé ekki nógu góður fyrir þennan bíl.“ Í krónísku ökuprófi Ökumanninum var farið að líða eins og hann væri í stöðugri áheyrnarprufu eða krónísku ökuprófi. Og hann ekki að standast væntingar - andrúmsloft vonbrigða og þöguls pirrings ríkir í bifreiðinni. „Verst finnst mér að ég fæ engar vísbendingar frá bílnum um hvernig ég geti bætt mig eða á hvaða hátt hann vilji að ég breyti mér svo að hann fíli mig. Hann dæmir mig bara blákalt án rökstuðnings eða útskýringa.“ Þetta ástand var farið að hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd Dags Kára og sjálfsmat. Hann hafði velt því fyrir sér að reyna með einhverjum hætti að opna á samtal, segja eitthvað sér til málsbóta en bíllinn var jú franskur og að endingu gafst hann upp og skipti um bíl. Gervigreind Bílar Danmörk Bíó og sjónvarp Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
„Ég skipti honum út og er nú kominn á strangheiðarlegan Nissan. Ég hef þó þau völd ennþá,“ segir Dagur Kári í samtali við Vísi. Dagur Kári er um þessar mundir að vinna að sjónvarpsþáttum á danskri grundu og starfa síns vegna var honum fenginn bílaleigubíll eins og tíðkast í þeim bransa. Honum líkaði vel við bílinn, framan af. En svo tók valdastrúktúrinn að snúast við, að sögn kvikmyndagerðarmannsins; eitt sinn gat maður áður látið sér líka vel við bíl eða ekki en nú þurfi maður að þóknast bílnum. Gervigreindin er farin að láta til sín taka og þetta er bara blábyrjunin á þeim ósköpum, segir Dagur Kári. Þetta var franskur bíll. „Ég fann alveg fyrir franska hrokanum í þessum bíl. Mér leið eins og honum mislíki það að ég sé ekki betur klæddur, að ég sé ekki samboðinn þessum bíl. Og ég fæ þetta á tilfinninguna í nánast hverju sem er. Ég fann það í rúðuþurrkunum ef það var kominn einhver pirringur í hann.“ „Verður að koma þér út úr þessu eitraða sambandi“ Dagur Kári greindi frá þessu sérkennilega sambandi við bílinn og ekki stóð á svörum. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona sagði til að mynda augljóst að franski bíllinn beitti hann andlegu ofbeldi. Dagur Kári segir þetta bara blábyrjunina. Gervigreindin er rétt að sýna sitt rétta andlit.vísir/arnþór „Þú verður að koma mér út úr þessu eitraða sambandi. Þú átt betra skilið og er 100/100,“ sagði Edda Björg. Og fleiri taka í sama streng. Í fyrstu lék allt í lyndi og Dagur Kári kunni vel við bílinn í fyrstu en það virtist ekki gagnkvæmt. Bíllinn gefur ökumanninum einkunn eftir hverja ökuferð og er 100 hámarksárangur. „Þetta byrjaði ágætlega; ég var að skora á bilinu 88-92 stig af 100 mögulegum, en síðan hefur leiðin bara legið niðurávið og ég er núna kominn niður í 59/100. Ég finn hvernig bíllinn fylgist með mér, horfir yfir öxlina á mér, nemur hreyfingar og leggur mat á viðbrögð og ég finn líka að honum líkar ekki það sem hann sér og upplifir; ég skynja hrokafullt og yfirlætislegt viðmót, eins og ég sé ekki nógu góður fyrir þennan bíl.“ Í krónísku ökuprófi Ökumanninum var farið að líða eins og hann væri í stöðugri áheyrnarprufu eða krónísku ökuprófi. Og hann ekki að standast væntingar - andrúmsloft vonbrigða og þöguls pirrings ríkir í bifreiðinni. „Verst finnst mér að ég fæ engar vísbendingar frá bílnum um hvernig ég geti bætt mig eða á hvaða hátt hann vilji að ég breyti mér svo að hann fíli mig. Hann dæmir mig bara blákalt án rökstuðnings eða útskýringa.“ Þetta ástand var farið að hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd Dags Kára og sjálfsmat. Hann hafði velt því fyrir sér að reyna með einhverjum hætti að opna á samtal, segja eitthvað sér til málsbóta en bíllinn var jú franskur og að endingu gafst hann upp og skipti um bíl.
Gervigreind Bílar Danmörk Bíó og sjónvarp Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira