Lífið

Britney stelur kveikjara

MYND/Getty
Þrátt fyrir slakt gengi nýjustu plötu Britney Spears, á hún líklega enn fyrir salti í grautinn. Nánar tiltekið þénar hún rúmar fjörtíu milljónir á mánuði. Það dugar greinilega ekki til, en söngkonan var staðin að því að ræna kveikjara á bensínstöð í Los Angeles um helgina.

Britney rölti inn á bensínstöð í gærkvöldi til að kaupa tyggjó, eftir erfiðan dag af því að forðast paparassa. Þegar hún var búin að kaupa tyggjóið virðist hún hafa munað að hana vantaði kveikjara. Hún gerði sér lítið fyrir og kippti einum slíkum úr hillu á kassanum og labbaði með hann út. ,,Ég stal einhverju. Vá, ég er vond." sagði Britney og veifaði honum sigri hrósandi framan í ljósmyndarana á leiðinni.

Hún lendir þó líklega ekki í neinum vandræðum út af þessu. TMZ hefur það eftir eiganda bensínstöðvarinnar að hann fyrirgefi Britney allt, og vilji gjarnan að hún kíki sem oftast við hjá honum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.