Guðmundur í Byrginu kærir þjófnað Andri Ólafsson skrifar 23. nóvember 2007 13:59 Guðmundur Jónsson, kenndur við líknarfélagið Byrgið. Guðmundur Jónsson, kenndur við líknarfélagið Byrgið, kærði í byrjun nóvember þjófnað á munum sem hann segir tilheyra Byrginu. Kæran kom í kjölfarið á því að karlmaður fór upp á Efri-Brú, þar sem Byrgið var rekið áður en því var lokað vegna gruns um fjármálamisferli, og fékk afhenta muni og varning sem þar var geymdur í læstri geymslu. Það var starfsfólk Götusmiðjunnar, sem nú er til húsa á Efri-Brú, sem afhenti varninginn en það var gert í góðri trú um að maðurinn ætti munina sem hann óskaði að fá afhenta. Skömmu síðar kom Guðmundur Jónsson, sem var forstöðumaður á Efri-Brú þegar Byrgið var þar til húsa, og kærði manninn sem fékk munina afhenta fyrir þjófnað. Lögregla lýsti eftir manninum og þeim munum sem hann hafði í fórum sínum. Skömmu síðar fannst hann á Sauðárkróki fyrir tilviljun. Lögreglan þar hafði þá af honum afskipti vegna ökulags og kom þá í leiðinni auga á nokkra af þeim munum sem auglýst var eftir í bíl mannsins. Restin fannst svo á heimili hans í bænum. Lögreglan á Selfossi staðfestir að kæra hafi verið lögð fram vegna málsins og hlutirnir sem afhentir voru á Efri-Brú í byrjun nóvember hafi fundist á Sauðárkróki. Vísir hefur hins vegar heimildir fyrir því að erfitt kunni að vera að leiða málið til lykta þar sem erfitt geti reynst að sanna hver sé eigandi þeirra muna sem málið snýst um. Éins og áður hefur komið fram var bókhald reksturs Byrgisins í molum og nótur og reikningar eru ekki til fyrir mörgu af því sem keypt var til rekstursins. Munirnir sem um ræðir eru metnir, samkvæmt heimildum Vísis, á um tvær milljónir króna en þar á meðal er hljóðkerfi, hljómflutningstæki og fleira í þeim dúr. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Guðmundur Jónsson, kenndur við líknarfélagið Byrgið, kærði í byrjun nóvember þjófnað á munum sem hann segir tilheyra Byrginu. Kæran kom í kjölfarið á því að karlmaður fór upp á Efri-Brú, þar sem Byrgið var rekið áður en því var lokað vegna gruns um fjármálamisferli, og fékk afhenta muni og varning sem þar var geymdur í læstri geymslu. Það var starfsfólk Götusmiðjunnar, sem nú er til húsa á Efri-Brú, sem afhenti varninginn en það var gert í góðri trú um að maðurinn ætti munina sem hann óskaði að fá afhenta. Skömmu síðar kom Guðmundur Jónsson, sem var forstöðumaður á Efri-Brú þegar Byrgið var þar til húsa, og kærði manninn sem fékk munina afhenta fyrir þjófnað. Lögregla lýsti eftir manninum og þeim munum sem hann hafði í fórum sínum. Skömmu síðar fannst hann á Sauðárkróki fyrir tilviljun. Lögreglan þar hafði þá af honum afskipti vegna ökulags og kom þá í leiðinni auga á nokkra af þeim munum sem auglýst var eftir í bíl mannsins. Restin fannst svo á heimili hans í bænum. Lögreglan á Selfossi staðfestir að kæra hafi verið lögð fram vegna málsins og hlutirnir sem afhentir voru á Efri-Brú í byrjun nóvember hafi fundist á Sauðárkróki. Vísir hefur hins vegar heimildir fyrir því að erfitt kunni að vera að leiða málið til lykta þar sem erfitt geti reynst að sanna hver sé eigandi þeirra muna sem málið snýst um. Éins og áður hefur komið fram var bókhald reksturs Byrgisins í molum og nótur og reikningar eru ekki til fyrir mörgu af því sem keypt var til rekstursins. Munirnir sem um ræðir eru metnir, samkvæmt heimildum Vísis, á um tvær milljónir króna en þar á meðal er hljóðkerfi, hljómflutningstæki og fleira í þeim dúr.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira