Erlent

Áhorf danskra ungmenna á sjónvarp minnkar

Tengslasíður eins og MySpace gera fólki kleyft að eiga samskipti við fólk hvar sem er í heiminum og  eru slíkar síður taldar hafa átt þátt í minnkandi áhorfi á sjónvarp.
Tengslasíður eins og MySpace gera fólki kleyft að eiga samskipti við fólk hvar sem er í heiminum og eru slíkar síður taldar hafa átt þátt í minnkandi áhorfi á sjónvarp. MYND/AFP

Dönsk ungmenni horfa nú mun minna á sjónvarp en um aldamótin samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar í Danmörku. Í fríblaðinu 24 timer er greint frá því að sjónvarpsáhorfið hafi minnkað um fimmtung hjá aldurshópnum 12-20 ára á síðustu sjö árum en á sama tíma hefur netnoktun þeirra aukist mikið.

Er nú svo komið að dönsk ungmenni verja meiri tíma í að vafra um á Netinu en að horfa á sjónvarpið. Sérfræðingur sem blaðið ræðir telur ástæðuna fyrir þessu þá að á Netinu geti fólk átt samskipti við aðra en því sé ekki að heilsa með sjónvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×