Erlent

Foreldrar biðla til byssumanns

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages
Foreldrar hins 29 ára Christopher Wayne Hudson hafa biðlað til hans um að gefa sig fram friðsamlega á næstu lögreglustöð. Hudson, sem er meðlimur bifhjólasamtökunum Vítis Englar í Ástralíu, er eftirlýstur í heimalandinu fyrir að hafa drepið einn og sært tvo aðra í miðborg Melbourne í gær.

Hudson er lýst sem stjórnlausum manni eftir að hann myrti manninn, og reyndi svo að myrða fyrrum módelið, Kaera Dougleas, og ferðalang sem kom henni til hjálpar. Hudson er talinn vera mjög hættulegur, en hann er einnig eftirlýstur fyrir fyrir skotárás í Melbourne síðastliðinn þriðjudag.

Foreldrar Hudson, Ann og Terry, hafa beðið son sinn opinberlega um að gefa sig friðsamlega fram til lögreglu. „Chris, ef þú ert að horfa á þetta, viltu gefa þig fram til lögreglu og koma þannig í veg fyrir meiðsli á þér sem öðrum. Við elskum þig vinur, gefstu upp, gefðu þig fram ," sagði Terry Hudson í sjónvarpsviðtali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×