Jackson á ekki von á að Bryant fari frá Lakers 19. júní 2007 10:52 Phil Jackson á ekki von á því að Bryant fari frá félaginu í sumar, en það er sannarlega ekki auðvelt að skipta burtu manni sem fær 90 milljónir í laun á næstu fjórum árum NordicPhotos/GettyImages Engin frétt hefur stolið senunni jafn rækilega í NBA deildinni síðustu vikur eins og yfirlýsing Kobe Bryant um að hann vilji fara frá liði LA Lakers. Bryant virðist harður á því að vilja fara frá félaginu, en þjálfari hans Phil Jackson á ekki von á því að liðið verði án hans þegar keppni hefst á ný í deildinni í haust. "Hann virðist vera búinn að taka ákvörðun sem hann vill ekki breyta - ákvörðun sem ég hef lagst harðlega gegn - og heldur því fram að hann hafi ástæður til að fara frá félaginu. Ég hinsvegar alveg sannfærður um að hann verður leikmaður LA Lakers þegar æfingabúðirnar hefjast í október," sagði Jackson í samtali við LA Times. Bryant átti fund með eiganda félagsins í Barcelona á Spáni á föstudaginn og þar er hann sagður hafa ítrekað ósk sína um að fá að vera skipt frá félaginu. Talsmenn LA Lakers vísa þessum fregnum á bug og hefur eigandinn Jerry Buss þegar sent ársmiðahöfum bréf þar sem hann ítrekar að félagið muni gera allt sem það getur til að byggja upp sterkt lið í kring um Bryant. "Liðið hefur verið í úrslitakeppninni í 26 af síðustu 28 árum og við viljum öll meira," sagði Buss. Kobe Bryant hefur verið einn besti leikmaður NBA deildarinnar undanfarin ár og er enn ekki orðinn 29 ára gamall. Hann á fjögur ár og 88,6 milljónir dollara eftir af sjö ára og 136 milljón dollara samningi sínum við Lakers sem hann undirritaði árið 2004. Hann hefur verið stigakóngur deildarinnar síðustu tvö ár og er nífaldur stjörnuleikmaður. Eins og til að skvetta olíu á eldinn greindi New York Times svo frá því í dag að myndband með Kobe Bryant væri nú við það að fara í loftið á netinu þar sem Bryant tjáði sig á miður fallegan hátt um leikmenn og stjórn LA Lakers. Þar á hann m.a. að segja skoðun sína á því þegar félagið gugnaði á því að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd fyrir lokun leikmannagluggans í vetur þar sem liðið vildi ekki láta hinn unga Andrew Bynum í skiptunum. "Við erum að tala um Jason Kidd!" á Bryant að hafa sagt gáttaður og blótað eigandanum Mitch Kupchack. NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Engin frétt hefur stolið senunni jafn rækilega í NBA deildinni síðustu vikur eins og yfirlýsing Kobe Bryant um að hann vilji fara frá liði LA Lakers. Bryant virðist harður á því að vilja fara frá félaginu, en þjálfari hans Phil Jackson á ekki von á því að liðið verði án hans þegar keppni hefst á ný í deildinni í haust. "Hann virðist vera búinn að taka ákvörðun sem hann vill ekki breyta - ákvörðun sem ég hef lagst harðlega gegn - og heldur því fram að hann hafi ástæður til að fara frá félaginu. Ég hinsvegar alveg sannfærður um að hann verður leikmaður LA Lakers þegar æfingabúðirnar hefjast í október," sagði Jackson í samtali við LA Times. Bryant átti fund með eiganda félagsins í Barcelona á Spáni á föstudaginn og þar er hann sagður hafa ítrekað ósk sína um að fá að vera skipt frá félaginu. Talsmenn LA Lakers vísa þessum fregnum á bug og hefur eigandinn Jerry Buss þegar sent ársmiðahöfum bréf þar sem hann ítrekar að félagið muni gera allt sem það getur til að byggja upp sterkt lið í kring um Bryant. "Liðið hefur verið í úrslitakeppninni í 26 af síðustu 28 árum og við viljum öll meira," sagði Buss. Kobe Bryant hefur verið einn besti leikmaður NBA deildarinnar undanfarin ár og er enn ekki orðinn 29 ára gamall. Hann á fjögur ár og 88,6 milljónir dollara eftir af sjö ára og 136 milljón dollara samningi sínum við Lakers sem hann undirritaði árið 2004. Hann hefur verið stigakóngur deildarinnar síðustu tvö ár og er nífaldur stjörnuleikmaður. Eins og til að skvetta olíu á eldinn greindi New York Times svo frá því í dag að myndband með Kobe Bryant væri nú við það að fara í loftið á netinu þar sem Bryant tjáði sig á miður fallegan hátt um leikmenn og stjórn LA Lakers. Þar á hann m.a. að segja skoðun sína á því þegar félagið gugnaði á því að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd fyrir lokun leikmannagluggans í vetur þar sem liðið vildi ekki láta hinn unga Andrew Bynum í skiptunum. "Við erum að tala um Jason Kidd!" á Bryant að hafa sagt gáttaður og blótað eigandanum Mitch Kupchack.
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum