Erlent

Olmert vill vinna að stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna

Olmert og Bush á fundinum
Olmert og Bush á fundinum MYND/AP

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, var bjartsýnn á stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs eftir þriggja klukkustunda fund sem hann átti með George W. Bush Bandaríkjaforseta í Washington í dag.

"Við höfum tækifæri til að bregðast við og vinna að stofnun sjálfstæðs ríkis fyrir Palestínumenn og uppfylla hugmyndir forsetans um tvö ríki fyrir tvær þjóðir," sagði Olmert við blaðamenn eftir fundinn. Olmert sagði að þeir hefðu rætt ástandið sem nú ríkir á Gaza-svæðinu og þörfina á að tryggja stjórn Palestínu undir forystu Salam Fayyad, án þátttöku Hamas-samtakanna.

Olmert sagðist styðja Mouhamoud Abbas, forseta Palestínu. "Við þurfum að tryggja öryggissveitir Abbas og starfa með þeim. Það er nauðsynlegt ef stofna á palestínskt ríki. Viðræður við Abbas munu halda áfram," sagði Olmert.

Þá sagði forsætisráðherrann að hann myndir ræða það við ríkisstjórn sína að afhenda palestínskum yfirvöldum fé sem Ísraelar hafa fryst frá því að Hamas-liðar tóku völdin. Þó yrði að tryggja að féð myndi skila sér til almennra borgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×