Erlent

Evrópuþingið hafnar þröngri skilgreiningu á vodka

MYND/AFP

Evrópuþingið hefur hafnað tillögu frá þingmönnum landa í vodkabeltinu svokallaða, Póllandi, Finlandi, Eystrasaltsríkjunum, Svíþjóð og Danmörku, um að herða lagalega skilgreiningu á vodka. Löndin vildu að vodka yrði skilgreint sem drykkur sem væri búinn til úr korni eða kartöflum. Meirihluti þingmanna vildi hins vegar opnari skilgreiningu.

Vodka sem framleitt er úr öðrum efnum verður að hafa innihaldslýsingingu á flöskunnni en engin skilyrði voru sett á stærð merkingarinnar. Framleiðendur sem búa til áfenga drykki úr sykurrófum, vínberjum og jafnvel sítrusávöxtum, sem er notað í framleiðslu í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi, geta því ennþá kallað framleiðsluna vodka.

Vodkamarkaðurinn er sífellt að stækka og því vildu löndin í vodkabeltinu tryggja sér sístækkandi sneiðar af hagnaðinum. Með því að skilgreina vodka upp á nýtt hefði þeim tekist það takmark sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×