Erlent

Bandaríski herinn hefur tíu þúsund manna aðgerð gegn al-Kaída

Bandaríski herinn hefur hafið stórsókn gegn al-Kaída í Írak. Tíu þúsund hermenn taka þátt í aðgerðinni, sem kallast Örvaroddur. Hún á sér stað í kringum borgina Aaquba í Diyala héraði, norður af Bagdad en al-Kaída er mjög sterkt á því svæði.

Aðgerðin hófst í nótt og þegar hafa 22 vígamenn látið lífið. Þá hafa 23 látið lífið í bardögum í borginni Nassiriya, sem er suður af Bagdad, en írakska lögreglan gerði þar áhlaup á höfuðstöðvar Mahdi hersins þar í borg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×