Erlent

Þrír vinir taka eigið líf á vikutímabili

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Bæjarbúar þorps í N-Írlandi eru í uppnámi eftir að þrír ungir vinir hafi framið sjálfsvíg á aðeins vikutímabili. Lee Walker, Wayne Browne og James Topley eru allir taldnir hafa hengt sig. Síðast var það Walker sem tók líf sitt á föstudaginn. Internetið er talið eiga þátt í atvikunum.

Drengirnir voru bekkjarfélagar, og hafa foreldrar og kennarar í skólanum verið varaðir við því, að jafnvel enn fleiri myndu ganga þessa leið.

Fólk í bænum telur það vera mögulegt að internetið hafi haft eitthvað að segja um hvernig fór fyrir drengjunum. Eftir að fyrsti drengurinn hengdi sig var sett upp minningarsíða um hann á netinu, og það gæti hafa leitt til þess að vinir hans hafi framið sjálfsvíg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×